Leiðbeiningar og markmið:
Það getur verið gott að dreifa huganum þegar börn eru döpur.
Stundum er gott að beina huganum að öðru.
Til dæmis að dýrum þar sem börnin þurfa ekki að tala frekar en þau vilja.
Dýrin skilja börnin samt og börnin skynja það.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni.
Það er gott að eiga dýr og sinna þeim og segja þeim það sem liggur þér á hjarta.
Þú getur verið viss um að dýrin segja engum frá því sem þú vilt ekki segja neinum.
Ef barnið á dýr þá getur það tekið utan um hundinn, kisuna, kanínuna eða froskinn..
Ef það á ekkert dýr þá getur það notað tuskudýr sem því þykir vænt um í staðinn.
Að hugsa um dýr er góð leið til að láta sér líða vel.
Þú getur tekið utan um dýrið þitt og sagt því frá öllu sem þér liggur á hjarta líka því sem þú vilt ekki segja öðrum.
Kannski viltu segja öðrum það seinna þegar þú ert búinn að segja það við dýravin þinn
- Hugsaðu um dýr sem þú átt – vertu góð/góður við það.
- Segðu fyrst eitthvað fallegt.
- Svo getur þú sagt því það sem liggur þér á hjarta.
- Stundum er bara gott að vera með dýrinu og segja ekkert.
EF þú átt ekki lifandi dýr sjálf/ur þá getur þú:
- Valið þér dýr til að hugsa um í huganum.
- Það er hægt að nota bangsa sem þú átt og þykir vænt um.
- Það er hægt að fá að passa dýr fyrir aðra eða fá að vera með þeim.
- Góð stund með dýri er gæðastund. Þá þarf ekkert endilega að tala.
- Bara finna.
- Bara VERA.
- Dýrin eru betri en við í því.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot