Að blása burt óveðursskýjunum
Gott við óskilgreindri kvíðatilfinningu
Myndræn hugrækt
Leiðbeiningar og markmið:
Æfingin miðar að því að læra að fást við leiðan huga.
Þegar okkur líður illa en vitum ekki endilega af hverju.
Það eru til margar leiðir til að fást við leiða, kvíða og sorg.
Hugmynd af samtali:
Stundum finnst okkur eins og svart ský hangi yfir höfðinu á okkur en við vitum ekki endilega af hverju það er, eða af hverju okkur líður svona?
Þá er gott að gefa sér góðan tíma og velta því fyrir okkur að okkur getur liðið allavega.
Stundum líður okkur vel stundum líður okkur ekki vel. Það er eðlilegt.
En stundum leiðist okkur bara og það er allt í lagi.
Það er allt í lagi að leiðast.
Ef við viljum komast út úr erfiðum huga, sleni og leiða þá er hér ein æfing sem má prófa.
Útskýringar á æfingunni.
Æfing: Að blása burt dökkum óveðursskýjum úr huganum.
Næst þegar okkur finnst eins og að þungt farg liggi á okkur eða óveðursský liggi yfir okkur,
þá skulum við fara út horfa til himins og velja eitt fallegt ský sem við sjáum á himninum.
Við sjáum skýið fyrir okkur í huganum og sendum öll vandamál okkar (dökku skýin) inn þetta hvíta, fallega, mjúka ský sem gleypir það, en sem verður bara enn hvítara og fallegra.
Ef það sjást ekki ský á himni eða að það er mjög skýjað, þá ímyndum við okkur fallegt ský.
- Það gerum við með að setjast niður á rólegum stað með lokuð augu.
- Einbeitum okkur svo að anda inn fersku lofti og hreinsum til í huganum.
- Við búum til stórt fallegt hvítt ský í huganum.
- Þegar við erum búin að því.
- Þá sjáum við fyrir okkur í huganum að allt það sem hefur valdið okkur vanlíðan undanfarið. (dökka skýið)
- Við sendum allar þessar hugsanir (dökka skýið) inn í fallega hvíta skýið okkar.
- Fallegi skýhnoðrinn okkar gleypir allt og verður enn fallegri.
- Þá vitum við að þetta var bara skuggi skýsins, sem vantaði bara ljós. Þegar það gerðist þá leystist það bara upp í huganum á okkur.
- Þetta gætu líka hafa verið mörg lítil ský sem vantaði bara smá ljós frá stóra fallega skýinu.
Alltaf þegar okkur líður eitthvað illa, erum kvíðin en vitum ekki af hverju, þá getum séð fyrir okkur hvernig við getum blásið til skýhnoðrans öllu sem veldur okkur vanda.
Við þurfum bara að muna að draga djúpt inn andann 3x og blása lengi upp í skýið.
Svarta skýið í huganum okkar leysist upp þegar fallega skýið gleypir það og við finnum og sjáum fyrir okkur að allur vandi hverfur.
Þetta getum við gert hvar sem er á einu augnabliki eftir að við höfum æft það.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot