Stuðningsfæturnir mínir

Leiðbeiningar og markmið:

Teikna stuðningsfætur og tær.

Til hverra get ég leitað?

Markmið og tilgangur:

Að barnið átti sig á því að við erum aldrei ein. Það er aldrei eitt.

Mikilvægt er að barnið finni að það er aldrei einsamalt.

Það getur leitað til margra.

Þessi æfing byggist á því að það viti mjög skýrt til hverra það getur leitað.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Það sem þarf:

Stórt blað og litir.

Hér er skemmtileg æfing sem hægt er að finna út hverjir eru þínir stuðningsaðilar.

Farðu úr skóm og sokkum og settu fótinn  á blað og teiknaðu í kringum hann og í kringum hverja tá.

Skrifaðu framan við hverja tá nafn þess sem þú getur leitað til þegar þér líður illa.

Geymdu það hjá þér því þú getur séð að þú átt fullt af vinum sem þú getur leitað til.

Það er hægt að skrifa:

Mammu eða pabbi, afi eða amma, frænka eða frændi

Þú gætir líka skrifað nafn á:

Vinum sem þú gætir leitað til.

Kennarans, íþróttaþjálfarana, starfsmanns í skólanum.

lögreglunar, prestsins, djáknans eða starfsfólks í kirkjunni.

Sálfræðingsins, skólahjúkrunarfræðingsins. Eða?

Kannski þarftu að teikna margar fætur.

Verður kannski með sexfættan stuðning.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot