Kæri X

window, girl, alone

Úrvinnsluverkefni sorg/leiði/reiði

Leiðbeiningar og markmiði

Þessi æfing vinnur með úrvinnslu á sorg, leiða eða reiði.

Hér er hægt að þjálfa barnið í að tjá sig með tali eða með því að skrifa eða teikna það sem því liggur á hjarta, ekki síst ef það kemur ekki orðum að vanlíðan sinni.  

Mikilvægt er í öllum æfingum þegar unnið er  með erfiðar tilfinningar og líðan að ljúka stundinni með einhverju sem gleður barnið eða tala um einhvað sem því hlakkar til að gera. Gefur von.

Það getur verið svo margt en þarf að taka mið af barninu. En er framkvæmanlegt í nánustu framtíð.

Sumir velja:

Ís-bíltúr, sumarfrí, kósí-stundar, gönguferðir eða eitthvað annað.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Stundum þegar okkur líður ílla er gott að tala um það við einhvern sem við treystum.

Við getum líka teiknað mynd eða málað með fallegum litum.

Stundum er líka gott að skrifa bréf  til þeirra sem hafa gert þig sorgmædda(n) eða reiða(n).

Þegar þú hefur lokið því þá getur þú rifið það,  hent því eða grafið það í garðinum eða þú getur látið einhvern sem þú treystir fá það.

Bréf vegna reiði:

Þú getur notað liti til að teikna / krassað á blaðið eins og þér líður ef þú átt erfitt með að skrifa það sem þér býr í brjósti.

Vittu að þegar þú ert búinn skrifa niður það sem gerðið þig leiða(n) eða ert búin að tjá líðan þína þannig að þú leyfðir tilfinningunum og flæða í textann sem þú skrifar þá er það góð losun.

Og þér líður oftast betur á eftir.

Þá er líka oft sem við förum að hugsa málið frá öðru sjónarhorni.

Og vorum feginn að hafa ekki farið að rífast eða hella okkur yfir viðkomandi.

Bréf í sorg:

Það er líka gott að skrifa bréf til einhvers sem er kannski dáinn. 

Segja hvað þér þykir vænt um hann/hana það!.

Rifja upp góðar stundir sem þið áttuð saman.

Fyrirgefa ef þess þarf eða biðja um fyrirgefningu. 

Þetta gerist í huganum en samt erum við öll tengd í alheiminum í gegnum hjartað okkar og minningar og kærleika.

Bréf til þeirra sem þú saknar: Foreldra eftir skilnað.

Stundum er hægt að skrifað eitthvað fallegt til þeirra sem þér þykir vænt um. En búa ekki lengur með þér. 

Það er líka hægt að skrifað niður allt sem þú villt og getur þakkað fyrir. 

Það gerir þig glaða(n) og  sterka(n)

Glaðari og sterkari en þig grunar.

 

ATH:

Það að skrifa niður bæði það sem við erum ósátt við en líka það sem við söknum er mjög góð leið að vinna úr tilfinningum. Hugurinn veit að þetta er komið í farveg og þarf þá ekki sífellt að vera að minna okkur á.

Þannig komum við á frið í huganum og sköpum pláss fyrir ný tækifæri.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot