Draumur draumanna fyrir svefninn

girl sleeping in the bed
Leiðbeiningar og markmið:

Hugur manneskjunnar er merkilegt töfratæki.

Of oft látum við hann stjórna okkur í stað þess að við stjórnum honum.

Tökum stjórnina: Hugurinn getur verið erfiður með neikvæðum síbyljum sem vekja með okkur kvíða sem við tökum með okkur í drauma okkar og geta kveikt á martröðum.

Sérstaklega ef barnið hefur verið að horfa á myndir eða orðið vitni að fréttaefni sem hræðir barnið og gerir það kvíðið og óöruggt.

Hugurinn er þó fyrirsjáanlegur sem er gott að því leyti að allt sem fer inn tekur hann og raðar í ákveðin hólf. 

Ef við forðumst að láta barnið upplifa aðstæður sem hræðir, eins og  kvikmyndir, fréttir, leiki, getum við þjálfað það í að hugsa um eitthvað sem er fallegt og  gott áður en farið er að sofa.  

Þá stillum við inná þá jákvæðu rásina. 

Það er ástæða fyrir því að það er gott fyrir barnið, þegar foreldrar og ástvinir  fara með bænavers með barninu fyrir svefninn, því það veitir því ró og öryggi.

Það er öryggi og friður sem þau taka með sér út allt lífið.

Það sem er áhugavert er að bænaversin sem lærð eru í æsku er eitt af því sem seinast gleymist.

Því þó svo aldur og minnisleysi herji á einstaklinginn  þá muna þau oftast eftir bænunum sínum þegar farið er með versin á hjúkrunarheimilum og upplifa þá það öryggi og frið sem bænin veitti þeim sem barn í faðmi foreldra sem elskuðu þau.

Þó svo að stundin gleymist eftir fimm mínútur hjá fólki með Alzheimer þá taka þau vellíðunina með sér inn í daginn.

Því er góð stund fyrir svefn eitthvað sem barnið tekur með sér til framtíðar.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Hér er mikilvægt að foreldrar séu meðvituð um hvað þau vilja að börnin tileinki sér fyrir svefninn.

Þau sem eiga trú eiga að þjálfa barnið í að fara með bænir á kvöldin fyrir svefninn.

Hvaða bæn kanntu?

Hægt er að benda barninu á að fara með bænir ef þau vakna eftir vondan draum eða martröð.

Fyrir öll börn:

Gott er að gefa barninu tíma fyrir svefninn í ró og næði:

Hvaða draum viltu dreyma ?

Teiknaðu hann

Hugsaðu um hann

Láttu þig dreyma um hann.

Gott er að senda góðar hugsanir til allra þeirra sem þér þykir vænt um.

Eins bæn og kærleikshugsun til þeirra sem eiga bágt.

Gott er að hugsa að þú sért umvafinn í hlýju ljósteppi úr kærleika sem vendar þig og blessar.

Eins að vita að, Guð, góðar vættir, almættið og/eða allir englarnir vaka yfir þér.

Megi ykkar, Guð, almættið, vendarar, gefa ykkur öllum,

Góða nótt.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot