Ráð til að ráðast á leiðindin
Leikur í núvitund. Núvitundarhæfing á hreyfingu
Leiðbeiningar og markmið:
Þegar við þjálfum/ hæfum okkur í núvitund erum við að stuðla að bættri athygli, einbeitingu og meðvitund. En einnig öðlumst við aukinn innri frið.
Gönguferð úti getur virst vera leiðinleg ef þú ert bara að væflast.
En ekki ef þú setur upp súper-skynjunar viðhorfið og virðir allt fyrir þér með súper augum/eyrum og athygli „súper hetjunnar´´ þá getur þetta breyst í að vera súper skemmtilegur leikur.
Í þessum leik notum við umhverfið sem við búum í sem leiktæki okkar til að skýra skynjunina.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Leikur að núvitund: Gríptu jakkann húfuna og fáðu þér ferskt loft.
Og nýttu Súperskynjunina!!
Búðu til tékklista!
Allir fá einn tékklista, sem eru í leiknum líka pabbi og mamma eða amma og afi.
(Ef þú er ein(n) þá gerir þú lista fyrir þig.)
Það sem þarf
Blað og penni/blýantur, er allt sem þarf.
Búðu til lista og drífðu þig í eftirtektarverðan göngutúr. Ákveddu hvað þú ætlar að gefa þér langan tíma.
Taktu eftir umhverfinul hvað er það sem þú sérð eða tekur eftir af því sem er á listanum þínum?
Hakaðu í kassana eftir því sem þú tekur eftir.
Á listanum gæti staðið:
Póstkassi
Fiðrildi/fugl
Gulur bíll
Umferðarskilti
Innkaupapoki
Til SÖLU skilti
Kirkja
Köttur
Vörubíll
Strætó
Flugvél
Rósarunni
Hvað dettur þér /ykkur meira í hug?
Þið hittist svo og farið yfir listana ykkar. Var einhver sem tók betur eftir en hinir?
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot