Leikur í núvitund að hljóðum með hlustun
Leiðbeiningar og markmið:
Hér er annar leikur í núvitund sem þjálfar hæfni núvitundar, eða meðvitund, einbeitingu, athygli og skynjun.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Búðu til lista yfir það sem þú heldur að þú gætir heyrt ef þú færir út í göngutúr.
Farðu út ein(n) eða með vinum þínum og hakaðu við þegar þú heyrir hljóðin sem eru á listanum.
Það má ekki tala – bara hlusta.
Þið gætuð uppgötvað ný hljóð þá skrifið þið þau niður.
Þið ákveðið tímann sem þið notið í þetta og stillið klukkuna t.d. 5 -10-15 eða 30 mín. Allt eftir því sem þið viljið.
ÞESSI HLJÓÐ GETA VERIÐ:
Fuglasöngur
Hundur að gelta
Niður í umferðinni
Vindurinn
Regnið
Dyr sem lokast
Sírenur í löggu eða slökkviliðsbílum
Flaut í bíl
Einhver að kalla
Börn að leika
Tónlist
Einhver að hlaupa
Klukkna eða bjölluhljóð
Þegar þið komið heim þá farið þið yfir listann og berið saman hvað hljóð þið heyrðuð.
Útfærsla
Það er líka hægt að velta fyrir sér í hvaða fuglum þið heyrðuð?
Eða hvernig þið upplifðuð hljóðin sem þið heyrðuð?
t.d.
Fannst ykkur börnin sem voru í leik vera glöð eða voru þau að rífast ?
Eða var einn að kalla….
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot