Þakkar-runninn

Þjálfun kærleikssköpunar

Leiðbeiningar og markmið:

Að upplifa þakklæti getur hjálpað okkur í leiðindum vegna vandamála og kvíða.

Þakklætisæfingar er mjög vannýtt auðlind.

Margar nýlegar rannsóknir sýna að með að virkja þakklætið reglulega stuðlum við að vellíðan og auknum lífsgæðum í almennri heilsu. Mikilvægara er að þakklæti er forvörn gegn depurð, leiða og kvíða.

Þessi æfing er eins og aðrar æfingar sem hvetja barnið til að þjálfa sköpun og þroska meðvitað hamingju sína til framtíðar.

Hugmynd af samtali og útskýringar á æfingunni

Hefur þú hugsað út í hvað þú getur verið þakkált(ur) fyrir?

Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.

Stundum finnst okkur það svo sjálfsagt að við gleymum því.

Með að búa til þakkar-runna til að skeyta herbergið okkar eða heimilið, þá setjum við svona töfrakraft inn á heimilið.

Þegar við föndrum þakkar-runnann minnum við okkur á allt það sem við getum verið þakklát fyrir í lífinu.

Verkefnið:

Það sem þarf: Hægt er að útfæra þessa æfingu á margan hátt!

Þú þarft krukku eða vasa.

Pappír (miða)

Trjágrein

Blýanta og liti

Lím

Litaðan pappír

Skæri

Skreytingarefni

Aðferð:

Kipptu út miðana sem þú getur hannað sem lauf, stjörnur eða blóm…..

Skrifaðu niður á miðana það sem þú ert þakklát(ur) fyrir

og límdu laufin á greinarnar.

Þú getur alltaf bætt við og mátt leyfa öðrum að bæta við.

Svo er hægt að eiga kósí stund og lesa laufin á greininni ein og sér eða með fjölskyldunni.

Og sjáðu hvað allir verða glaðir.

Elísabet Gísladóttir