Leiðbeiningar og markmið:
Æfing sem stuðlar að góðum, nærandi og friðsælum svefni
Að sofa vel getur hjálpað hvernig okkur líður.
Hér er hugmynd hvernig þú getur stuðlað að góðum svefni.
Og sofið vel.ZZZZZZZ
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Slökktu á öllu klukkutíma fyrir háttatíma svo heilinn viti að hann á að fara að sofa.
Slökktu á öllum tækjum sjónvarpi, símum, iphone videoleikjum fyrir svefninn.
Heitt freyðibað og kósý- handklæði er gott til að slaka á.
Það getur verið kósý að fá mjólk og múslí fyrir svefninn.
En það þarf að muna að þvo sér og bursta tennurnar á eftir.
Það er gott að slökkva ljósin, því það er best að sofa í myrkri.
Ef þú ert myrkfælin hafðu dyrnar opnar og settu á náttljós.
Spurðu foreldra þína hvort þau vilji lesa sögu svona stundum og
biðja bænirnar og þú svífur í draumalandið.
Best er að hafa reglu á svefntíma barnanna.
Þá skynjar heilinn og undirmeðvituninn að nú sé verið að búa sig undir svefninn.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot