Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !
Leiðbeiningar og markmið:
Stundum leiðist okkur eða okkur líður ekki vel og erum þung í skapi – það er allt í lagi.
Stundum er bara erfitt að vakna og fara í skólann,- til dæmis í próf eða til tannlæknis.
En það er hægt að hjálpa sér við að létta lundina með því að hugsa upp eitthvað skapandi sem er jákvætt og skemmtilegt.
Eiginlega bara ákveða að þetta verði góður dagur.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Stundum vöknum við óhress og langar ekki í skólann.
Okkur leiðist eða að okkur finnst dagurinn ekki skemmtilegur þess vegna erum við óhress.
Þá er tækifærið!
Þá er gott að hugsa:
Hvað gerir góðan dag að góðum degi?
Þú getur valið eins og þú vilt.
Hvernig lítur skemmtilegur dagur út ef þú gætir ráðið því?
Þú ætlar að nota töfrana þína til að gera þennan dag að góðum degi.
Vertu tilbúinn að skrifa niður eða hugsa
Dagurinn í dag verður góður dagur.
Skrifaðu niður eitthvað sem gerir daginn að góðum degi.
Þú getur valið allt.
En það er ekki víst að allt rætist en þetta er byrjunin.
Elísabet Gísladóttir