Hláturinn lengir lífið nema þú deyir úr hlátri

Joker Earth character laughting background, Happy Earth day, World laughter day. Generative ai

Fræðsla:

Hlátur er náttúruleg heilsubót sem hefur jákvæð áhrif á líðan og heilsu fyrir alla á öllum aldri.

Þegar þú hlærð slakar líkami þinn á og gleðihormónin aukast. Hláturinn hefur líka náttúrleg nuddáhrif á innri líffæri.

(Náttúrlegt efnafræðilegt hormón sem losnar út í blóðrásina sem lætur okkur líða vel).

Hægt er að nýta ýmsa leiðir til að koma hlátri af stað.

Það er í senn góð hressing heilsuefling, skemmtun og góð samvera að hlæja.

Rannsóknir hafa sýnt að áhrif hláturs eru mikil.

Á Indlandi þar sem heilsugæsla er oft ekki til staðar nýta læknar svokallað hlátur-yoga sem nokkurs konar fyrirbyggjandi meðferð í heilsueflingu.

Í stuttu máli þá byrjar þú að hlæja án tilefnis svo leiðir eitt af öðru þar til allir hlæja bæði af því þetta er skemmtilegt þú finnur áhrifin og líka bara svolítið kjánalegt sem er allt í lagi ef það er gaman. 

Hér er hægt að finna nokkar hugmyndir að hláturleikjum sem hægt er að aðlaga að börnum á öllum aldri.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrinu Ljósbrot