Friðarkassinn – þitt leyndó!

Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !

Leiðbeiningar og markmið:

Það er gott að eiga svolítið leyndó, sem barnið getur sótt í þegar því líður þannig að það vill draga sig í hlé.

Með að safna hlutum sem því þykir vænt um eða því finnst notalegir, til að taka upp og skoða á góðri stundu dreifir huga barnsins og kyrrir.

Með að finna kassann og skoða í hann finnur barnið þennan mikilvæga frið.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Gott er að tala stundum um að stundum sé gott að vera ein með sjálfum okkur og í friði.

Þá er gott að eiga leynikassa með hlutum sem okkur þykir vænt um.

Það fer algerlega eftir barninu hvað það velur til að setja í kassann.

Til dæmis:

Eitthvað mjúkt sem er notalegt að strjúka. Bangsa, dúkku,tusku…

Eitthvað sem hægt er að þefa af og finna góða lykt. Sápu ilmvatn, kerti.

Eitthvað sem vekur upp góðar minningar. Til dæmis myndir af fjölskylduferð, af ástvinum, af heimilinu, garðinum, leikvellinum, eða íþróttum.

Eitthvað uppáhalds leikfang, söfnunargrip. Hvað sem barnið hefur áhuga fyrir.

Það má safna í kassann góðum minningum.

Barnið geymir kassann á góðum stað og getur alltaf bætt í hann eða skipt út.

Samtal:

Ímyndaðu þér að eiga kassa fullan af ,,leyndói”.

Sem þú getur náð í og skoðað þegar þér langar að hafa svolítið kósí eða finna frið og ró.

Það er einfalt að búa hann til.

Það sem þarf.

Kassi eða box.

Föndur, skraut, litir.

Það má skreyta að vild velja uppáhalds liti klippa út myndir.

Þú getur skreytt hann með pappír.

Veldu vel hlutina og settu í kassann, ,,leyndóið”.

Þú gætir fundið:

Myndir af einhverjum sem þér þykir vænt um.

Silkitusku,  eitthvað mjúkt eða  loðið

Gamla mynd  af einhverjum stað sem þér þykir vænt um

Bursta

Mjúkan bolta

Bjöllu

Ilmkerti

Fjöður

Fallegt kort frá vini

Bréf

Settu svo kassann á góðan stað (leyndó) þar sem þú getur alltaf kíkt í hann.

 Elísabet Gísladóttir