Tilfinninga-rússíbaninn í núvitund

Leiðbeiningar og markmið:

Æfingin þjálfar skilning á tilfinningum og líðan. Markmið æfingarinnar er að þjálfa tilfinningagreind.

(Hægt er að gera þessa æfingu með yngri börnum ef þið teljið að þau treysti sér til þess)

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Þegar þig langar að skoða tilfinningarnar þínar getum við farið í ferðalag í huganum.

Þetta er æfing til að ná betri stjórn á skapi sínu, líðan og tilfinningum. 

Mundu að það er allt í lagi að hafa alls konar tilfinningar.

Aðferð: hugleiðsluform

Nú skulum við koma okkur vel fyrir eftir að vera búin að slökkva á öllu sem gæti truflað.

Lokum augunum.

Nú öndum við djúpt inn og öndum rólega frá okkur.

Gerum það í þrjú skipti.

Minning um gleði

Nú skulum við rifja upp minningu þegar þú varst glöð/glaður. 

(Minning um gleðilegan atburð kallar fram gleðitilfinningu en hún er eins og besta vítamín.)

Skoðaðu hvað kemur upp í hugann sem þú tengir við gleði?

Hvaða minningar koma upp. Skoðaðu þær og njóttu.

Þú þarft ekki að segja neitt bara hugsa.

Hvar finnur þú fyrir þeim?

Hvernig eru þær á litinn?

Viltu gefa einhverjum eitthvað af gleðitilfinningunni þinni?

Finnur þú að þú átt samt enn meiri gleði eftir þegar þú hugsar um að gefa af gleðinni þinni til einhvers sem þér þykir vænt um?

Eða einhvers sem á bágt?

Önnur æfing:

Sorg

Ertu þú sorgmædd(ur) Hefur þú verið sorgmædd(ur) áður?

Hugsaðu: hvernig er sú tilfinning?

Hvar finnur/ fannstu fyrir henni í líkamanum.

Af hverju, ertu/varstu sorgmædd(ur)?

Finnur þú fyrir sorg núna?

Það er hægt að vera sorgmædd (ur) út af mörgu.

Sumir geta verið sorgmæddir af því að þeir hafa misst góðan ástvin, eða misst dýrið sitt.

Það er hægt að finna fyrir sorg ef þú eða góður vinur flytur í nýtt hverfi.

Það er hægt að vera leið(ur) sorgmædd ef þú hefur átt erfiðan dag í skólanum.

En það er allt í lagi að vera sorgmædd(ur). Í smá tíma.

Þú getur sagt: Ég verð ekki alltaf sorgmædd(ur) en núna er ég sorgmædd(ur) og það er allt í lagi að vera sorgmædd(ur).

ATH: Mikilvægt er að enda á jákvæðum tilfinningum þegar verið að fara í gegnum leiðbeiningar með.

Þegar við ljúkum æfingunni drögum við djúpt inn andann og öndum frá okkur og umvefjum okkur ljósi og blessun (Guðs). Ekki viss um að það eigi að setja trú með, það fælir frá þá sem hafa aðra trú

Hægt er að vinna með ólíkar tilfinningar með að beita hugleiðslu. ( þ.e. að vera á öruggum rólegum stað með lokuð augun og í návist þeirra sem barnið treystir).

Eigum við að skoða fleiri tilfinningar? Þekkir þú fleiri tilfinningar?

Þekkir þú aðrar tilfinningar sem þú vilt skoða með innri augum?

Það geta verið að vera:

Reið(ur)

Sátt(ur)

Hrædd(ur)

Skömmustuleg(ur)

Hneyksluð/hneykslaður

Brjáluð/bjálaður

Feimin(n)

Þreytt(ur)

Kvíðin(n)

Stressuð/Stressaður

Leið(ur)

Döpur/Dapur

ATH: Mikilvægt er að enda á jákvæðum tilfinningum þegar verið að fara í gegnum leiðbeiningar með.

Hamingjusöm/ hamingjusamur

Hvernig líður þér þegar þú ert hamingjusöm/hamingjusamur?

Hvaða myndir koma upp?

Með hverjum ertu?

Hvað ertu að gera?

Hvar finnur þú fyrir hamingjunni í líkamanum?

Veistu að hamingjutilfinningin er besta súpervítamínið?

Getur þú gefið hamingju tilfinningu til einhvers?

Þegar þú gefur af góðum tilfinningum þá áttu meira eftir fyrir þig og fleiri vini.

Getur þú  munað eftir þessari tilfinningu þegar þér finnst þú vera leið(ur) eða þér finnst þú einmana eða engin getur leikið við þig.

Þegar við ljúkum æfingunni drögum við djúpt inn andann og öndum frá okkur og umvefjum okkur ljósi og blessun (Guðs).

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot