Finndu hamingjuna við enda regnbogans

Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !

Leiðbeiningar og markmið:

Þessi æfing hvetur til hugmyndaauðgi með að virkja huga og sköpunarkraft barnsins og þar með gleðina.

Það er gott að hafa gleðina að leiðarljósi og sem ferðafélaga.

Það er líka alltaf gott að eiga drauma stóra og smáa.

Í þessari æfingu fær ímyndunaraflið lausan tauminn og gefur barninu gleðibúst.

Þegar  barnið gerir sér grein fyrir því, þá lærir það að átta sig á að það þarf ekki að fara langt til að upplifa spenning og gleði.

Það er líka hægt að skoða hvernig það metur fegurð þegar það leyfir huganum að verða frjálsum.

Það er líka mikilvægt í þroskaferlinu að barnið skilji hvað gæti glatt aðra.

Þá er gott að hugsa að gleðja þá, sem því standa næst, því svo er hægt að víkka út hringinn.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:

Hvað er það sem gleður þig og þig dreymir um?

Það er hægt að hugsa allt sem er til í heiminum.

Hvað heldur þú að gleðji aðra sem þér þykir vænt um?

Ævintýrin leynast víða t.d.  hverju blómi, skordýrum ( fiðrildum) stjörnum og…

Regnbogaverkefnið

Regnboginn gerir okkur alltaf glöð.

Teiknaðu fallegan litríkan regnboga og hugsaðu hvað þú myndir vilja finna við enda regnbogans ef þú mættir ráða?

Teiknaðu hvað þú vildir finna við enda regnbogans?

Teiknaðu fleiri regnboga. Alls konar og allavega á litin.

Hugsaðu svo aftur og teiknaðu það sem þú heldur að bróðir, systir, mamma pabbi afi eða amma myndu vilja finna við enda regnbogans.

Eða hvað vilt þú óska að þú fyndir til að gefa þeim?

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot