Gleðibankinn

Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !

Að borga inná fyrirfram

Leiðbeiningar og markmið:

Þetta er góð æfing og verkefni til að beina huga barnsins að því að það getur haft áhrif á líðan sína. Vinnur að því efla sjálfstyrk.

Það að finna uppá einhverju til að gleðja sjálfa(n) sig og aðra, er eins skemmtilegt og gefa fallega jóla- eða afmælisgjöf.                              

Spenningurinn og gleðin sem það getur skapað tekur barnið með sér inn í  daginn og lífið.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Hefur þú velt fyrir þér að það getur verið mjög gaman að gleðja einhvern?

Getur þú ímyndað þér eitthvað sem þú getur glatt einhvern með?

Gott er að skrifa niður hugmyndir og hverja þú myndir vilja gleðja? 

Það getur verið skemmtilegt að spyrja barnið hvernig því hafi dottið hugmyndin í hug?

Eins hvernig því leið þegar það var þegar því datt hugmyndin í hug?

Og hvernig það haldi að sá sem á að gleðja bregðist við?

Gott er að hjálpa barninu að skoða hvernig því líður með að vinna að því að að gleðja aðra.  

Með að gefa eða gera eitthvað gott fyrir þann sem það vill gleðja eflir innri styrk barnsins.

Eins er gott að spyrja það hvar það finni fyrir gleðinni (spenningi) í líkamanum þegar það er að vinna að koma hugmyndinni í framkvæmd.

Áhrifin eru að:

Það eykur gleðihormónin og eflir sjálfsstyrk barnsins.

Þetta geta verið litlu hlutirnir eins og að teikna fallega mynd sem hefur skírskotun í hugsun og tilfinningar.

Þetta getur verið að búa til eitthvað fallegt, sem hefur sama tilgang.

Þetta getur verið að gera eitthvað óvænt. Tína blóm og setja í vasa.

Leggja fallega á borðið og útbúa morgunmat fyrir fjölskylduna.

Það er gott að vinna með barninu lista sem það getur sett niður og átt í handraðanum þegar því langar að koma á óvart og gleðja fjölskyldu og vini.

Láttu verða af því.

Með því bætir þú í kærleiks-orkuna í heiminum.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot