Teiknaðu hamingjuna

Fun colorful line doodle seamless pattern. Creative minimalist style art background for children or trendy design with basic shapes. Simple party confetti texture, childish scribble shape backdrop.
Leiðbeiningar og markmið:

Á kyrrlátum degi er gott að ræða við barnið um hamingjuna.

Hvenær þeim finnst þau finni fyrir hamingjunni.

Hvar þau finna fyrir hamingjunni í líkamanum ef þau þekkja hana.

Hér er hægt að ræða um margar hliðar hamingjunnar.

Það er ótrúlega gaman að heyra  þeirra skilning og útfærslu.

Með að hlusta á barnið lærið þið mikið um hamingjuna.

Því um leið og við nefnum hamingjuna og ræðum saman um hvað sé hamingja vex hamingjan.

Hugmynd af samtali

Verkefnið felst í að hjálpa barninu að skilgreina og túlka hamingjuna.

Hvað er hamingja/ gleði?

Hvernig heldur þú að hamingjan/gleðin líti út í litum og lögun?

Hvernig líður þér þegar þú ert hamingjusöm/hamingjusamur?

Er það eins og þegar þú ert glöð/glaður?

Hvar finnur þú fyrir hamingjunni í líkamanum?

Áttu mynd af þér þegar þú ert glöð/glaður, hamingjusöm/ hamingjusamur?

Fáðu myndirnar og passaðu þær vel það er hægt að nota þær í mörg hamingjuverkefni og líka til að skoða þegar þér líður ekki vel.

Það er mjög skemmtilegt að heyra hvernig barnið upplifir hamingjuna og hvernig það gerir sér grein fyrir að það getur haft áhrif á hana.

Verkefni í að teikna hamingjuna.

Finndu blað og liti og teiknaðu á það  hvernig hamingja þín lítur út í þínum huga.

Sýnd það svo.

Ræðum hvað er á myndunum, hvaða litir eru notaðir ofl.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot