Þinn eigin lagalisti

Þjálfun kærleikssköpunar

Leiðbeiningar og markmið:

Tónlist og taktur er grunnorka alheimsins.

Það er ótrúlegt hvað tónlist hefur mikil og víðtæk áhrif á okkur.

Hægt er að kynna ólíka tónlist fyrir barninu og leyfa því að uppgötva hvernig áhrif hún hefur á líðan og líkamann.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Þetta verkefni er fyrir þá sem vilja njóta, vera í stuði og hafa gaman að skapa og hlusta.

Hvaða tónlist, gleður barnið/hefur það áhuga á?

Hvað finnst því leiðinlegt og af hverju?

Finnur það fyrir ólíkum tilfinningum í líkamanum þegar ólík tónlist er spiluð?

Hægt er að leika með barninu  t.d. að skilgreina takt, tón, form…

Það má búa til marga lista.

Þetta getur skapað gott samtal og hlustum og góða stund með fjölskyldu eða félögum.

Samtal:

Nú ætlum við að vinna með uppáhalds tónlistina  þína.

Hver er uppáhalds tónlistin þín?

Það má vera alls konar tónlist.

Hvaða lag gleður þig mest?

Hvað er uppáhalds lagið þitt?

Finnur þú hvernig tónlist getur haft áhrif á þig?

Rokk tónlist

Disco tónlist

Klassísk tónlist

Dægurlög

Tónlist frá ýmsum tímabilum

Róleg tónlist

Danstónlist

Langar þið að hreyfa þig eða dansa eftir henni?

Af hverju er þetta skemmtilegt, stuð, flæði?

Hverjir eru uppáhalds tónlistarmennirnir þínir?

Þú getur gert klippimyndir af þeim tónlistarmönnum sem þú ert hrifin af.

Þú getur skrifað þína eigin laga lista sem gleðja þig, koma þér í stuð, róa þig.

Hægt er að búa til marga lista sem eru góðir við ýmsar aðstæður.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot