Virkjun hugans. Jákvæðar tengingar
Leiðbeiningar og markmið:
Yngri börn hafa oft gaman af því að spreyta sig á þessu verkefni, en þurfa aðstoð fullorðinna.
Hugurinn er mjög fyrirsjáanlegur.
Þegar við heyrum orð/ hugmynd fer hann af stað og sækir allt sem tengist orðinu/hugmyndinni.
Bæði í myndum og hugmyndum en ekki síður tilfinningalegum áhrifum orðsins upplifun og líðan.
Með að leika okkur að jákvæðum orðum, sem kalla fram góðar tilfinningar hlöðum við upp gleðihormónum.
Þessi æfing er mjög góð með að auka vellíðan og efla lesskilning þar sem áhrif hennar dýpka skilning á orðum og vekur áhuga barnsins á þeim um leið.
Eitt orð eða fleiri
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Leikur að orðum.
Hugsaðu hvað er uppáhalds orðið þitt?
Hvaða orð gæti það verið?
Segðu það upphátt, hvíslaðu það eða að kallaðu það hátt.
Það getur verið eitthvað sem gerir þig hamingjusama/n
Segðu það aftur og hugsaðu hvernig það er á litinn?
Hvað hugsarðu þegar þú heyrir orðið…?
Þú getur skrifað það niður.
Finndu annað skemmtilegt orð sem gæti líka verið uppáhalds orð.
Hamingjuorðasafnið:
Það getur verið skemmtilegt að safna hamingjuorðum, skrifa þau niður.
Geymdu á góðum stað, til að rifja þau upp þegar okkur langar til.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot