Þrep hamingjunnar

cute kid with many gesture expression set

Markviss þjálfun hamingjunnar !

Leiðbeiningar og markmið:

Börn eru snemma farin að setja sér markmið, meðvitað eða ómeðvitað.

Mikilvægt er að kenna þeim að skýra þá hugsun og þjálfa þau í að gera það meðvitað.

Það er alltaf sama grundvallarmarkmiðið, það er að auka á vellíðan og hamingju sem oft er tengd árangri á einhverju sviði.

Hér er æfing til að byggja grunninn.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:

Gott er að hafa góða stílabók. 

Markmiða bók (hægt að búa til).

Samtalið:

Ræðið saman um ólík markmið.

Passið að þau séu framkvæmanleg.

Í upphafi er gott er að hafa fá og einföld markmið sem taka yfir stuttan tíma.

Svo er alltaf hægt að bæta og auka kröfurnar.

Við byrjum á að setja markmið til að vinna eftir til að stuðla að því að okkur líði vel.

Því er gott að hafa litla fallega bók sem þú merkir árangurinn eftir viku – mánuð – ár.

Skrifaðu niður það sem hvetur þig og ræddu hvað gæti dregið úr þér, eða gæti komið í veg fyrir að takast að ná markmiðinu.

Þ.e. hvaða hindranir sérðu í veginum að ná því markmiði sem þú vilt setja þér?

Skrifa:

Skrifaðu lista og búðu til töflu sem þú getur hakað í, á hverjum degi (viku –  mán).

Fyllstu svo með hvernig gengur á hverjum degi.

Og þegar þú hefur hakað í alla reiti.

Hefur þú náð markmiði þínu.  Jibbý.

Viðurkenning:

Þá getur þú hrósað þér og gert eitthvað skemmtilegt og sett þér ný markmið.

Áfram næstu markmið:

Að setja sér ný markmið og velja hvaða áskorun þú vilt taka næst eftir að þú hefur náð því markmiði sem þú settir þér.

Gott er að byrja smátt og þróa og bæta við í stað þess að gera langtíma áætlanir eða að stefna á of stór markmið.

Draumurinn má vera stór.

Hvað langar þig til að gera?

Hvað þarftu til að það takist?

Markmiðin geta verið bæði lítil og stór.

Það er gott að hafa draum til að stefna á að ná.

Allt byrjar með hugsun.

Hugmyndir af markmiðum til að byrja með:

Búa alltaf um rúmið sitt á morgnanna áður en þú ferð í skólann! Kannski alla morgna?

Hlaupa hraðar. Mæla tímann t.d. hlaupa ákveðna vegalengd á hverjum degi.

Bæta lestur. Lesa amk x bækur á mánuði.

Gera eitt góðverk á dag, – á viku – á mánuði.

Hvar vilt þú byrja?

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot