Hlæjandi skrímsli

Leiðbeiningar og markmið

Þessi leikur bæði kitlar hláturtsaugarnar og þjálfar samvinnu.

Það má búa til leiki þar sem sá sem byrjar skrifar niður á blað hvaða hlátri á að líkja eftir og réttir næsta sem á að hlæja eins og stendur á miðanum.

Fyrir yngri börn má sleppa að skrifa niður á blað en biðja þau að leika ákveðinn hlátur.

Ef það eru fleiri en tveir þá eiga hinir að finna út úr því hvað er verið að leika.

Hver er að hlæja?

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Það má t.d. skrifa:


Reyndu nú að hlæja eins og skrímsli sem hefur tekið yfir allan heiminn  

Mhoahahahahahahaha…

Hvernig hlær jólasveinninn?

Hlæðu eins og jólasveininn sem hefur gefið öllum börnum heimsins jólagjafir.

Hoo hoo hoo hoo

Hugmyndir eru óþrjótandi og mikilvægt að virkja hugmyndaauðgi þátttakenda.

Til dæmis

Hvernig hlær álfadís, tröll, eða fiskur.  Hummm   Hvernig hlæja fiskar?

Nú er bara að leyfa hugmyndafluginu að vinna.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot