Leiðbeiningar og markmið:
Tilfinningarþjálfun með núvitundar og samkenndaraðferð.
Þessi æfing er áhrifarík þegar barnið er tilbúið til að skoða tilfinningar sínar og á sama tíma að finna ró og kyrrð.
Hún virkjar bæði á núvitundarhæfni og samkenndarhæfni.
Mikilvægt er að hafa ró þegar farið er í þessa æfingu.
Slökkva á öllum tækjum sem geta truflað.
Athuga skal að hafa æfinguna ekki lengri en sem nemur aldri barnsins.
10 ára hámark 10 mínútur eða minna.
En alltaf skal byrja á styttri tíma. T.d einni mínútu, lengja tíman síðan jafnt og þétt eftir því sem hún er notuð.
Æfingin:
Byrjum með að kyrra hugann og fylgjast með önduninni og tryggja öryggi og notalegt umhverfi.
Fara síðan yfir æfinguna og þau atriði sem þið viljið vinna með.
Hugleiða á kærleikann
- Kalla fram kærleikstilfinningu
- Umvefja sig kærleikstilfinningu eins og ljóskúlu.
- Taka þá sem þér þykir vænt um inní ljóskúluna.
- Dvelja í kærleikanum.
- Ef það koma inn aðrar tilfinningar þá skoðum við þær.
Við drögum djúpt inn andan, umvefjum okkur kærleika og ljósi/blessun (Guðs) áður en þið opnið augun.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot