Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !
Leiðbeiningar og markmið:
Með þessari æfingu erum við að byggja upp styrkleika og sjálfstraust barnsins.
Tilgangurinn er barnið geri sér grein fyrir hverjir séu styrkleikar þess og í hverju þeir felast en einnig hvernig hægt sé að nýta þá til uppbyggingar til góðs.
Hér er skoðað líka hvað við eigum að forðast.
Við getum verið sterk og við getum nýtt styrkinn í að hjálpa öðrum að líða vel en við eigum að forðast að meiða aðra eða sýna ógnandi hegðun.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Hægt er að ræða:
Hvað er styrkur? Hver er þinn/minn styrkur?
Getum við haft marga styrkleika?
Getum við þjálfað styrkleika?
Hvernig getum við notað styrkleikanna sem við búum yfir til góðs fyrir okkur sjálf og aðra?
Það sem þarf:
Krukka eða kassi.
Litir, skraut til að skreyta og gera töff /fallegt.
Byrjaðu á að skrifa niður alla styrkleikana sem þú telur þig hafa.
Þú skalt líka skrifa niður styrkleikana sem þér langar að tileinka þér.
Það er líka sniðugt að safna saman allskonar styrkleikum.
Alltaf þegar þú hugsar um styrk þinn eða annarra skrifaðu það niður og settu í krukkuna/kassan.
Geymdu krukkuna/kassan á góðum stað.
Þegar þér vantar styrk og pepp náðu í krukkuna/kassann helltu úr honum lestu á miðana og settu aftur í krukkuna.
Finndu hvaða áhrif það hefur á þig þegar þú lest styrkleikanna upphátt sem þú hefur safnað.
Fyrir eldri krakka er líka gott að útskýra ofbeldi og hrekki.
Það er ekki styrkleiki að hæðast að öðrum og láta hópinn hlægja að minni máttar.
Það er ekki styrkleiki að sýnast vera sterk/ur og lemja einhvern eða hrekkja.
Það er styrkleiki að segja að það eigi ekki að beita ofbeldi þegar við verðum vitni að því.
Þá er hægt að ræða það sem barnið hefur orðið vitni að og hvernig hægt væri að bregðast við því.
Siggi er stundum að stríða:
Hann stríðir stundum minni máttar.
Er einhver sem er að þykjast vera töff en er stríðinn í þínum skóla?
Hvað gerir hann?
Ert þú stundum að stríða? (óvart)?
Hvað gerir þú eða hinir krakkarnir þegar þið sjáið að einhver er að stríða minni máttar?
Getur verið að sá sem er að stríða, líði eitthvað illa?
Ræddu við einhvern fullorðin hvað þú átt að gera í þeim aðstæðum sem gætu komið upp.
Eða ef þú ert að upplifa stríðni (aftur og aftur).
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot