Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !
Leiðbeiningar og markmið:
Hrós er vannýtt auðlind sem fullorðnir mega alveg vera duglegri að nota.
En það þarf að nota hrós rétt.
Hrós þarf að vera um ákveðið atriði á þeim tíma sem það gerist.
Ekki bara út í bláinn.
Með að þjálfa barnið í æsku með að læra að hrósa og fá hrós fyrir það sem það á skilið lærir það að taka hrósi sér til eflingar og á eðlilegan hátt.
Eins að því finnst eðlilegt að hrósa örðum.
Og æfist þannig í fyrirmyndar samskiptum til framtíðar.
Hugmynd af samtali og útskýringar á æfingunni
Æfingin felst í samtali.
Mikilvægt er að tala um við barnið hvað felist í hrósi og af hverju við viljum hrósa.
Við hrósum öðrum þegar sá/sú hefur gert eitthvað vel.
Við hrósum ekki bara til að hrósa.
Þegar við hrósum þá segjum við af hverju við hrósum.
Stundum gleymum við að hrósa okkar nánustu af því okkur finnst svo sjálfsagt það sem þau gera.
Okkur finnst samt gott að eiga þau að en gleymum of oft að þakka og hrósa.
Eins þegar einhver gerir eitthvað gott eða flott.
Það getur líka verið gaman að æfa að hrósa vinunum í skólanum eða félögum í íþróttum og félagsstarfi. Þegar þeim gengur vel eða hann/hún leystu eitthvað verkefni vel af hendi.
Það vinnur líka með að taka á afbrýðisemi barnsins. Hjálpa því að samgleðjast vinum sínum og keppinautum (í íþróttum).
Það getur tekið tíma fyrir barnið að læra að samgleðjast þeim sem gengur vel. Sérstaklega ef það finnur fyrir samkeppni eða afbrýðisemi.
Að hrósa sendir ótrúlega sterka jákvæða orku inní félagsskapinn og gerir hann jákvæðan og heilbrigðan.
Svo er þetta bráðsmitandi.
Hugmyndir
Það má spyrja barnið hvort það hafi fengið hrós?
Fyrir hvað því var hrósað og hver hrósaði.
Eins hvort að því finnist munur á, hver það sé sem hrósi því?
Það má líka spyrja hvernig því finnist að hrósa örðum?
Hvetja það til að prófa það.
Hvaða hrós hefur þú fengið?
Hvenær hrósaðir þú einhverjum?
Hvernig hrósaðir þú?
Hefur þú hugmyndir af hrósi sem þér langar að koma til skila?!
Og veltu fyrir þér,
Hver ætti að fá hrós frá þér?
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot