Við erum stundum sorgmædd eða leið

window, girl, alone
Leiðbeiningar og markmið:

Samtal í góðu tómi og án truflunar. Þegar barni líður verulega illa, er reitt eða sorgmætt er gott að það fái tíma og ró út af fyrir sig en með stuðningi.

Það er mikilvægt að barnið viti að það er alltaf einhver sem vill hlusta og gera sitt besta  til að skilja hvað það er að ganga  í gegnum.

Stundum er best fyrir þann sem vil nálgast og hjálpa barninu að vera bara hjá því án þess að reyna að tala mikið. Þá má halda utan um barnið eða finna púsl eða blað og liti til að vera með því. Leyfa því að tala ef það vill og hlusta á það með hluttekningu.

Það eru margar ástæður fyrir því að við verðum sorgmædd:

  • Það getur vegna ástvinamissis eða einhvers sem okkur þykir vænt um.
  • Skilnaður foreldra.
  • Flutningur og  það að sjá á eftir vinum og vandamönnum.
  • Stríðni – hrekkir (einelti).
  • Finnast við ekki passa inn í hópinn.
  • Heyra að vinirnir eru að baktala.
  • Vandi í skólanum.
  • Feimni.
  • Ósætti á heimilinu.
  • Óregla á heimilinu.
Það er alltaf von.

Það er alltaf lausn. Það þarf bara að finna hana og vinna með hana.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot