Forvarnarverkefni, þjálfun hamingjunnar !
Leiðbeiningar og tilgangur:
Forvarnarverkefni, fyrir þá sem eru stundum leiðir.
Áhrif þessa verkefnis er að virkja einbeitingu og sköpun ásamt því að æfa barnið í að beina huganum að jákvæðri uppbyggjandi hugsun.
Verkefnið hefur róandi áhrif, þar sem viðfangsefnið er að barnið taki eftir því sem er gleðilegt í lífinu, skrá það, teikni og geymi á góðum stað til dæmis í fallegri krukku eða kassa.
Mikilvægt er að barnið vinni þetta í friði og ró.
Þannig að það upplifi þá jákvæðni sem gefur heilavefjum færi á að slétta úr og spinna upp góða vefi í heilanum. Hmmm endurorða takk
Forvörnin felst í því að þegar barninu líður ekki vel getur það sótt fallegu krúsina og lesið það sem það skrifaði.
Það kallar fram sömu gleðitilfinninguna sem það var í þegar það vann verkið.
Gott er að byrja á að skrifa niður góðar minningar á fallegan miða og setja í boxið kassann til að byrja með.
Eins er sniðugt að hafa þetta sem ákveðið verkefni í hverri viku.
Fer eftir tíma og aðstæðum hvers og eins.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Verkefni er að safna gleði í fallega krús sem hægt er að opna þegar þess þarf.
- Það sem þarf er:
Hafa góðan tíma, fallega krukku , umslag eða kassa, blöð (ólíkir litir), litir, málningu og alls konar skraut til að lífga uppá dásemdina.
- Föndraðu og gerðu krukkuna, umslagið eða kassann fallegan.
- Það er hægt að mála eða líma, binda slaufur eða hengja á kassann/krúsina lítið dót.
3. Útbúðu litla fallega miða.
Alla vega á litinn, alla vega í laginu, hjörtu, blóm, bíla… Hvað sem er. Stóra eða litla.
4. Skrifað á miðana góðar minningar sögur eða límdu á þá myndir og settu ofan í krúsina/kassann.
5. Settu krúsina á góðan stað
6. Alltaf þegar þér langar – sérstaklega ef þú hefur átt erfiðan dag getur þú sótt krúsina/kassann og lesið það sem þú skrifaðir.
7. Það er skemmtilegt að bæta í krúsina alltaf þegar þér finnst þú geta sagt frá einhverju skemmtilegu.
Ath það er líka skemmtilegt að geyma fallega miða frá vini/vinkonu t.d. afmæliskort.
Framhald af æfingunni:
Skrifaðu niður hvað gladdi þig í dag.
Allaf þegar eitthvað skemmtilegt gerist skrifar þú það niður og setur í krukkuna
Þú getur alltaf opnað krukkuna þegar þig langar, vikulega, á afmælum, nýju ári eða þegar þú ert leið(ur).
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot