Leiðbeiningar og markmið:
Það er alltaf tími til að fara í þennan leik.
Einfaldur leikur og tekur þann tíma sem við höfum.
Leikur sem skilur eftir gleðitilfinningu.
Í þessum leik geta allir vinir og fjölskyldumeðlimir verið með líka afar ömmur og langafar og -ömmur.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Við setjumst niður og veltum fyrir okkur uppáhalds dýrinu okkar.
Hvernig myndi það hlæja (ef það gæti)?
Sá sem er fyrstur velur dýr eða er gefin hugmynd af dýri sem það þarf að spreyta sig á.
Dæmi:
Hvernig hljómar hlæjandi hvolpur?
Nú þurfum að herma eftir hlæjandi hvolpum. Einn byrjar svo taka allir undir.
Svo skiptumst við á að vera fyrstur:
Hvernig hljómar hlæjandi kisa eða kettlingur?
Næsti velur næsta dýr.
Hvernig hlær gamall hundur?
En hlæjandi asni?
En hlæjandi ljón?
En hlæjandi fíll?
Finnið út hvernig öll dýrin sem þú manst eftir myndu hlæja (ef þau gætu)?
Önnur útfærsla er að leika með hvernig við túlkum hegðun dýranna þega þau hlæja ef þau myndi geta það.
Prófaðu að skrækja eins og hlæjandi api eða öskra hlæjandi eins og hýena.
Eru fleiri dýr sem ykkur dettur í hug að leika eftir?
Þessi leikur gefur kost á mikilli útrás.
Og fullt af gleðihormónum og smá af ærslum.
Í lokin er gott að leggjast á bakið og andvarpa vel frá sér og finna fyrir áhrifunum.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot