Hlæjandi út allt lífið

Mental health day, smiling and laughing emoticons flowers. AI generated.

Leiðbeiningar og markmið:

Leikurinn gengur út á að velta fyrir sér hvernig hláturinn getur breyst eftir því sem við eldumst.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Hugsaðu nú hvernig þú hlærð á mismunandi aldri.

Sá fyrsti getur byrjað að líkja eftir hlátri þegar hann var t.d. 3ja ára.

Hvernig hlóst þú þegar þú varst 3ja ára eða þegar þú varst  6 ára? 

Hvernig hlærðu núna?

En þegar þú verður  unglingur? 

Ung manneskja 25 ára?

Fullorðin eða  80 ára?

Útfærsla á þessum hláturleik:

Hvernig getur hláturinn breyst hjá okkur við ákveðna atburði?

Hægt er að nota hugmyndaflugið og líkja eftir hlátri ólíkra einstaklinga bæði sem þú þekkir og þekkir ekki.

Hvernig hlærðu:

Þegar þú veist að þú átt von á að fá gjöf?

Eða þú fréttir að þú sért að fara í skemmtilegt ferðalag?

Hvernig hlærðu þegar þú heyrir að kennarinn hefur hætt við öll heimaverkefnin í vetur?

Samt fá allir tíu. Ha ha ha jessss

Hvernig hlær kennarinn þinn?

Hvernig hljómar fyndnasti hláturinn sem þú hefur heyrt ?

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot