Að ,,namma‘‘ sig upp! 

candies with jelly and sugar. colorful array of different childs sweets and treats.

Það er gaman að bjóða uppá öðruvísi nammi!

Leiðbeiningar og markmið:

Þessi æfing vekur oftast mikla eftirvæntingu og gleði.

Öflugasta hamingju bústið er að gleðja aðra!

Þessi leikur þjálfar huga barnsins í umhyggju.

Með hugsa um aðra og að gefa.

Með því  þjálfast hæfileikinn að hafa frumkvæði að hugsa um og gleðja aðra.

Barnið upplifir svo gleðina sem því fylgir að gleðja aðra.

Það að gleðja aðra  er ein sú mesta þjálfun í hamingju sem þekkt er.

Hún eykur á einbeitingu, sköpun og þjálfar félagsfærni og þau svið heilans að hugsa út fyrir rammann.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:

Að namma sig upp til að gefa vinum og fjölskyldunni okkar.

Það sem þarf:

Pappír (litríkan) liti og skriffæri.

Þegar þú býrð til nammi fyrir vini þína og fjölskyldu þarftu að:

  1. Klippa, lita og skrifa eitthvað fallegt eða,
  2. Finndu falleg bréf (nammibréf) og skrifaðu á miða og settu í þau rúllaðu þeim upp eins og karamellur.

Fylltu nammibréfið  af hollustu fyrir hjartað og hugann.

Það er hægt að gefa strax eða safna saman og setja í fallega skál eða krukku. Þar sem boðið er uppá skemmtilegt nammi.

Það sem hægt er að skrifa:

Það sem þér finnst fyndið, t.d. skrýtlur?

Eitthvað sem er gott og skemmtilegt sem þú manst eftir?

Eitt fallegt orð sem sá sem dregur verður glöð/glaður með.

T.d. gleði, kærleikur, ást, knús.. …

Svo má bjóða og þá er spennandi að sjá hver dregur hvað. Eða bara gefa þegar þér langar að gleðja aðra og þig um leið.

Elísabet Gísladóttir