Hvernig lítur heimurinn út þegar þú ert sorgmædd(ur) leið(ur) eða það liggur bara illa á þér?
Leiðbeiningar og markmið:
Það er gott fyrir barnið að finna líðan sinni einhvern farveg svo það festist ekki í ákveðinni líðan/tilfinningu.
Með þessari einföldu æfingu getur verkefnið bara verið skemmtilegt.
Hugmynd af samtali og útskýring á æfingunni.
Ég veit þér líður ekki vel og það er allt í lagi.
Prófaðu að lita líðanina.
Notaðu bláa liti, til að teikna hvernig þér líður.
Kanntu nöfn yfir bláu litina?
Eins og turkís, ljósbláan, dökkbláann grænbláan, kóngabláan?
Það má líka nota svartan lit til að sýna hvernig þú sérð heiminn þegar þér líður þannig.
Notaðu litina og segðu mér svo hvað þeir tákna
En þú verður að vanda þig því það hjálpar okkur að skoða vel hvernig okkur líður, þegar við erum leið.