Allar tilfinningar eru í lagi Fræðsla – leikur – verkefni – þjálfun
ATH. Mælt með að lesa fræðsluna, það sem er gott að vita áður en leikið er við börnin.
Allur aldur frá 3 ára í samvinnu með fullorðnum.
Hér er hugmynd af skemmtilegum og gagnlegum æfingum til að þjálfa skilning á tilfinningum.
Margir muna eftir þessum leik úr leikskóla.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin. … eins og segir….
P.s. Fyrir yngri börn þarf að teikna tilfinningaandlit eða finna myndir.
Fyrir eldri börn er gott að hafa blöð og fallega liti
1. Skýring:
Finndu út allar tilfinningar sem þú þekkir og teiknaðu þær og finndu hvernig þær hafa áhrif á þig.
Þegar við hugsum um jákvæðar tilfinningar kalla þær fram jákvæða upplifun í huganum og þú finnur fyrir þeim í líkamanum.
Tillaga að samtali
„Hvar finnur þú fyrir x tilfinningu í þínum líkama?
Skýring
Úrvinnsla og hlustun.
Stundum finnum við fyrir tilfinningum SEM STOPPA okkur Í AÐ LÍÐA VEL.
Stundum líður okkur vel.
Stundum líður okkur illa.
Samtal með að skoða myndir:
Tilfinning: Reiði, sorg, gleði, hamingja, kærleikur, elska…
Veistu hvaða tilfinning það er?
Hvenær finnum við svoleiðis tilfinningu?
Hvar finnum við fyrir tilfinningunni í líkamanum?
Skoðum þessa tilfinninguna og gerum hana að vini okkar.
Viltu teikna hana?
Hvaða liti viltu nota?
Veltum nú fyrir okkur áhrif fjölbreyttra tilfinninga á líkamann.
Aldur 5 ára og eldri
Leiðbeiningar og markmið:
Þessa æfingu er hægt að útfæra betur, (flóknari tilfinningar) til að barnið skilji hvernig líðan getur haft áhrif á það sem við gerum og hvernig við getum lært að hafa stjórn á því.
Hugmynd að samtali útskýringar á æfingunni
Við gefum okkur góðan tíma og tölum saman um hverja tilfinningu fyrir sig:
Hvernig er það að vera (reið(ur) – glöð – hissa -þreytt(ur) – hrædd(ur…)
Hvað gerir maður þegar maður er (reið(ur) glöð/glaður…)
Reiði – leiði – vanlíðan – ótti
F: Teiknaðu mynd þegar þú ert reið(ur)
Þegar ég er reið(ur) þá set ég í brýrnar og er með skeifu á munninum.
Þegar ég er reiður segi ég…
Hvar finnur þú fyrir reiðinni í líkamanum?
Hvað geri ég þegar ég er reið/ur?
Hvað vil ég gera þegar ég er reið/ur.
Eins er hægt að taka fyrir tilfinningar eins og sorg, hamingju, ótta, kvíða, einmanaleika, feimni,,,
Við endum alltaf á gleðilegum vellíðunar tilfinningum þegar við höfum unnið með ólíkar tilfinningar.
Gleði- bros, vellíðan, hamingja
Teiknaðu mynd þegar þú ert glöð(glaður)
Þegar ég er ég glöð/glaður þá brosi ég.
Þegar ég er glöð/glaður segi ég:…
Þú þarft bara að læra að þekkja tilfinningar þínar til að stjórna þeim svo þær stjórni þér ekki!
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot