Tilfinningakassinn

kids, students, back to school
Leiðbeiningar og markmið:

Hér er  æfing til að fara í gegnum tilfinningarnar sem eru oft í einum graut.

Við þurfum að finna og skoða tilfinningar sem eru að trufla okkur og hafa áhrif á líðan okkar og hamingju.

Til þess þurfum við að skilgreina hvaða  tilfinningar við erum að fást við.

Það getum við gert með hjálp tilfinningateikninganna. (Sjá að horfast í augu við tilfinningar sínar.)

Eða, teikna eða finna myndir af alls konar andlitum sem sýna ólíkar tilfinningar.)

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Það sem þarf:

Tómur kassi, box, eða stórt umslag.

Finndu eða útbúðu, fallegt box eða kassa. Það má líka vera stórt umslag sem þú getur skreytt fallega. 

Litir, blöð í öllum litum, myndir sem þú hefur klippt út, myndir sem þú hefur tekið…ath. punktarnir eru aldrei fleiri en þrír

Allt sem þér dettur í hug að setja í kassann sem þú telur að geti hjálpa þér í þessum leik.

Gott að hafa einhvern með sér sem getur hjálpað.

Rifjaðu upp gagnlegar tilfinningar.

Teiknaðu myndir og/eða skrifaðu tilfinninar á fallegt blað sem þú getur skreytt.

Settu í fallegt box/kassa/umslag.
Geymdu á góðum stað.

Þegar þú ert leið(ur) getur þú kíkt í kassann/boxið/umslagið og séð allar góðu tilfinningarnar sem þú hefur safnað og skreytt.

Hugsaðu hvar góðu tilfinningarnar eru í líkamanum?

Hvar þú finnur fyrir þeim?

Rifjaðu líka upp hvenær þú fannst fyrir þessum góðu tilfinningum.

Hvar varstu?

Með hverjum varstu?

Hvað varstu að gera?

  • Hugmyndir af gagnlegum tilfinningum
    • Gleði = ( sem ég fann þegar ég fór í ísbíltúr með afa og ömmu.)
    • Hamingja= ( að kúra með pabba og mömmu)
    • Ást = (Kósý stund með þeim sem þér þykir vænt um.)
    • Umhyggja = (Gefa einhverjum eitthvað eða gera eitthvað fyrir hann/hana.
    • T.d. sjá um að gefa dýrunum sínum að borða, þrífa þau, viðra þau…)
    • Kærleikur  = (Knúsa þá sem þér þykir vænt um eða senda þeim kærleiks tilfinningu.) 
    • Öryggi  = (Heima.)
    • Góðmennska = (Passa yngri systkini mín. Gera góðverk.)
    • Vinatengsl = (Góður vinur vekur gleði.)
    • Fjölskyldutengsl = (Heimsókn til afa og ömmu eða einhverra í fjölskyldunni.)

Finndu þínar tengingar við góðar minningar og skrifaðu þær niður og geymdu.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot