Leiðbeiningar og markmið:
Æfing í að vinna með ólíkar tilfinningar.
Þegar barninu líður illa en getur ekki alveg útskýrt af hverju, er hægt er að hjálpa því.
Mikilvægt: Að finna rólegan stað, kyrra stund.
Þó við séum öll að fást við ólíkar tilfinningar sem hafa áhrif á líðan okkar yfir daginn þá þurfum að passa upp á góðu tilfinningarnar.
Þó við séum meðvituð um að allar tilfinningar séu í lagi.
Við gleymum stundum góðu tilfinningunum því að hinar neikvæðu hafa oft tilhneigingu til að vera ráðandi.
Því þurfum við að vera meðvituð um velja út hvaða tilfinningar við viljum halda í, til að styrkja góða líðan.
Þegar við erum í tilfinningaleikjunum. Þessi setning þarf betri skýringu eða tengingu
Stundum er gott að byrja á að loka augunum og samþykkja allar tilfinningar og leyfa þeim að flæða í gegn.
- Gott ráð:
Hugmynd að samtali og útskýringar á æfingu.
Ef barnið er í uppnámi eða órólegt er gott að finna góðan friðsælan stað.
Hjálpa barninu og róa sig með að halda í hendina á því.
Hvað gerðist? Þér líður svona af því að…
Með samtalinu er reynt að komast að því hvaða tilfinningu barninu finnst vera að baga sig eða hvað veldur vanlíðaninni.
Með að hjálpa barninu að róa sig og velta fyrir sér líðan sinni í rólegheitum og hverju líðanin tengist, þá eflist tilfinningaþroski barnsins.
Þannig lærir barnið að tengja orsök og afleiðingu, leggja mat á eigin tilfinningar og átta sig á að það er ekki að tilfinningin sé hluti að barninu sjálfu heldur finnur það fyrir henni og getur lært að upplifa hana án þess að hún taki yfir.
Samtal:
Hvað gerðist?
Hvernig líður þér?
Hvar finnur þú fyrir þessari tilfinningu?
Athugaðu hvort barnið geti skilgreint hvaða tilfinningu það finni fyrir?
Af hverju heldur þú að þér líði svona?
Í sumum tilfellum er þetta vegna einhvers sem gerðist fyrr um daginn.
Þá er gott að fara í gegnum það sem gerðist og hafði þessar afleiðingar og leiða samræðurnar að því sem barninu finnst skemmtilegt að gera og hvað gerir það almennt glatt.
Ef það er enn vansælt og sama hugsun er að hrjá það, til lengri tíma er gott að nota aðrar aðferðir.
Mjög oft erum við að burðast með óþarfa tilfinningar allan daginn sem gera okkur ekkert gagn.
Þær taka pláss í huganum og valda vanlíðan og heilsubresti.
Þá er gott að grípa til ruslatunnuleiksins.
Elísabet Gísladaóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot