Að horfast í augu við tilfinningar sínar.

Grunnhugmyndafræði
Allar tilfinningar eru í lagi
Fræðsla og markmið:

Barnið upplifir margar tilfinningar allt frá bernsku.

Þegar barnið getur skynjað og tjáð tilfinningar sínar þá er hægt að byrja að tala um tilfinningar sem það upplifir.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni

Undirbúningur:

Stundum gefst tækifæri að hjálpa yngstu börnunum að skilja og aðgreina tilfinningar sínar þegar þau eru pirruð.

Hægt er að róa barn með því að spyrja:

„Hvernig líður þér“?

Sýna þeim að við skiljum þau:

„Þér líður illa núna.

Það verður ekki alltaf þannig“.
Nánar:

Mikilvæg er að tala hægt og rólega við barnið, draga inn andann svo það finni þína ró.

Þá er hægt að spyrja um hvernig því líði.

Það dregur úr streitu barnsins þegar það finnur að þú gefur þér tíma til að hlusta á það.

Til þess notum við ekki aðeins eyrun heldur líka augum og skoðum líkamstjáning barnsins.

Hægt er að segja: „Ég er hér til að hjálpa þér“.

„Við skulum hjálpast að, að koma orðum að þeirri tilfinningu sem þú ert að upplifa og  líður illa með“.

Önnur leið til að ná til barnsins:

Að ná í uppáhalds bangsann eða dúkkuna ef barnið er mótttækilegt til að yfirfæra líðan sína yfir á leikfangið.

Hugmynd að samtali: Yngri börn:

„Heldur þú að Sigga (dúkkan) sé reið?

Er bangsi leiður?

Hvar finnur hann fyrir að hann er leiður?

Ert þú líka leið(ur)? Hvar finnur þú fyrir því“?

Mikilvægt er að nota skynfærin til að heyra/sjá og finna hvað er að.

Síðan er hægt að halda áfram með úrvinnsluna:

Hugmynd af framhaldssamtali: 

„Manstu þegar þú varst glöð/glaður hvernig leið þér þá?

Eigum við að teikna bangsa/dúkku sem er leiður fyrst en verður svo glöð/ glaður?

Hvaða liti eigum við að nota?

Hugmynd að samtali við eldri börn sem eru komin með þroska til að vita hvað tilfinningar eru og greina sjálf líða sína.

„Veistu hvað tilfinningar eru?

Hvaða tilfinningar þekkir þú?

Eigum við að leika þær tilfinningar sem við þekkjum?

eða gera eitthvað skemmtilegt til að læra betur á tilfinningar okkar?

.

Cute grateful little girl with hands on chest against pink background