Flæði af tryllingi

Æfingin er fyrirbyggjandi og þjálfun í reiðistjórnun

 Leiðbeiningar og markmið:

Til foreldra forráðafólks og annarra sem vinna með börn.

Undirbúningur samtals sem fer eftir aldri og þroska barnsins.

Til að fást við barn sem getur orðið mjög reitt er til dæmis gott ráð að:

  • Setjast niður með því og horfa í augun á því og tala um hvernig því leið eða líður eftir að reiðin hefur jafnað sig.
  • Tala um að reiði/pirringur sé ekki góð tilfinning.

Gott ráð er að biðja barnið um að skoða hvar það finnur/fann fyrir reiðinni og reyna að fá það til að sjá það í litum eða í myndum. 

Þá má reyna að láta barnið einbeita sér og skilgreina reiði sína.

Þannig lærist smátt og smátt, að reiði er tilfinning sem hægt er að stjórna en skilgreina reiðina ekki sem órjúfanlegan partur af þeim sjálfum sem tekur af þeim völdin.

Barnið lærir þannig að vera meðvitað þegar það finnur að reiðin er að sullast upp og kann þá að bregðast við.

Það er hægt að kynna fyrir barninu æfingar sem það getur notað. Sjá leiki.

Oft er húmorinn sterkur leikur í að fást við reitt barn.

Ein hugmynd er að fara yfir listan hér að neðan með barninu bjóða því að velja hvað það telur bestu leiðina fyrir það að bregðast við reiðinni. 

Það er snjallt að æfa og prófa marga leiki og æfingar.

Og muna húmorinn er sterkt tæki í þessum leik.

Svo  þegar kemur að því að barnið reiðist þá má  minna það á æfingarnar.

Það getur verið erfitt í fyrstu en svo lærist þetta smátt og smátt þangað til það verður meðvitað og svo ómeðvitað. Þá er viðbragðið lært og komið inná harða drifið.

Þetta er æfingar sem barnið getur lært og nýtt sér  og býr að í gegnum lífið.

 

Flæði af tryllingi æfing. Forvörn (þegar barnið er yfirvegað)

Hugmynd a samtali, útskýringar á æfingunni

Það geta allir orðið reiðir.

Það er allt í lagi.

Það er ekki góð tilfinning.

Stundum gerum við eitthvað eða segjum sem við sjáum eftir þegar við erum reið.

Því er gott að skoða hvað gerir þig reiða(n).

Ræðum hvað gerir þig reiða(n).

Hvar finnur þú fyrir reiðinni í líkamanum(n)?

1 Teiknaðu/litaðu  allt það eða skrifaðu það niður sem gerir þig reiða(n).

2. Teiknaðu svo að allt sem gerir þig reiða(n), flæði burt hratt og örugglega. Svona eins og vatn streymi úr krana, eða streymi niður niðurfallið á vaskinum eða klósettinu.  

Úrvinnslan. 

Að þau sjái fyrir sér allt sem gerir þau reið – geti flætt burt.

Og þau finni að þau geti náð stjórninni og þetta trufli þau ekki lengur.

Afleiðing er að barnið finnur fyrir létti.

 Elísabet Gísladóttir