Reiðirannsókn. Hjartslátturinn minn

Reiði pirringur

Leiðbeiningar og markmið:

Áhrif æfingarinnar:

Aukin hæfni og meðvitund um áhrif reiðinnar á líkama og huga.

Eins og allar tilfinningar, leysir reiði efnasambönd í heilanum (er það?) sem valda breytingum  í líkamanum sem barnið getur raunverulega fundið fyrir.

Ein af afleiðingunum reiði er aukinn hjartsláttur.

Áhrifaríkast til að  stjórna reiði er að læra að þekkja eðli tilfinningarinnar.

Hugmynd af samtali og útskýringar á æfingunni

Hér er áhugaverð æfing til að skoða hvernig reiðin getur haft á líkamlega starfsemi:

Í þessari æfingu ætlum við að að læra um hjartsláttinn.

Undirbúningur:

Taktu púlsinn, með að halda þumalfingri á hálsi eða úlnlið. Nei, það á ekki að nota þumalfingur því það er slagæðasláttur í honum. Alltaf vísifingur eða vísifingur og fleiri með. Bara ekki þumalinn

Það þarf að tiltaka tímann sem púlsinn er tekinn, t.d. mínúta og hver eru normalmörk

Vissir þú að hjartslátturinn getur aukist þegar við erum reið?

Svo breytist hann eftir því hvað þú ert að gera eða hvernig þér líður.

Til að rannsaka það getur þú tekið púlsinn, þegar þú ert:

  • Nývöknuð/vaknaður
  • Hefur hlaupið í 3 mínútur
  • Rifist við einhvern
  • Eftir að hafa borðað stóra máltíð
  • Lesið kafla í spennandi bók eða horft á spennandi mynd.
  • Þegar þú byrjar að vinna heimavinnuna 
  • Eftir að þú ert búinn að vinna heimavinnuna
  • Eftir göngutúr
  • Eftir að þú ert búin að gera heilahvíldaræfingu.

Skrifaðu niðurstöðurnar og sjáðu hvernig hjarta þitt og þar með líkami þinn bregst við.

Púlsinn hækkar þegar við erum reið, kvíðin eða stressuð.

ATH að reiði getur verið jákvæð

Margir hafa breytt hlutum til hins betra eftir að hafa reiðst.

Hvað er það helst sem gerir þig reiða?

Gætir þú breytt því?

Til að róa hjartað/púlsinn þurfum við að finna ró.

Hjartað fer í hvíldarstöðu þegar við hugleiðum eða biðjum.

Gott er að draga anda djúpt 3 sinnum og anda rólega frá sér.

Setjum hendurnar á hjartastað og segjum við sjálf okkur að okkur þyki vænt um okkur.

Við erum elskuverð.

Við segjum allt við okkur sem er uppbyggilegt og elskuvert.  Talaðu til þín eins og þú myndir tala við þann sem þér þykir vænst um.

Allir eiga skilið kærleika.

Kærleiksorkan er öflugasta orkan í heiminum sem heilar og sefar mest og best af öllu.

Elísabet Gísladóttir