Leiðbeiningar og Markmið:
Ung börn geta orðið reið og orðið hrædd við það að verða reið.
Því er mikilvægt að tala við þau í samræmvið við aldur þeirra og þroska.
Stundum þarf að róa barnið niður, halda utan um það leyfa því að gráta.
Eða leyfa því að vera í friði en vera þó nærri.
Þegar barnið hefur róast er hægt að byrja að tala rólega við það.
Segja því að þú sjáir að það sé reitt.
Tilgangurinn með þeim verkefnum sem snúa að reiðistjórnun er að þau læri að átta sig á reiðinni þegar hún kemur upp.
Einnig að þau læri að fylgjast með þegar reiðin kviknar og vex þar til barnið finnur að það er alveg að fara að springa. Það er líka hægt að tala við barnið eftir reiðikastið.
Þá er hægt að fara í gegnum hvernig barninu leið og hvernig því líður eftir á þegar það er eins og sprungin blaðra.
Þá er hægt að benda því á að það geti notað sprengivörnina. (sjá leik)
Þannig að næst þegar barnið finnur að það er að reiðast og fara að springa að það geti nýtt leiki sprengivarnarinnar. Barnið lærir að gera sér smátt og smátt grein fyrir reiðinni og það lærir að stjórna henni.
Með að umvefja barnið á þessum stundum lærir það að þekkja þessa líðan og skilja að hún er eðlileg. Við verðum stundum reið. En við þurfum að læra að stjórna henni.
Það lærir það með að skilja að reiðin er tilfinning sem barnið getur náð stjórn á með að þjálfa reiðistjórnun í leik og á skemmtilegan hátt.
Þegar barnið eldist er hægt að ræða enn frekar um reiðina og hvernig við getum náð tökum á henni.
Þetta er áskorun en mikill sigur er unnin, þegar það tekst.
Það besta er að þessi hæfni sjálfstjórnar, fylgir barninu í gegnum lífið.
ATH. Við samþykkjum reiðitilfinninguna en ekki ofbeldi eymdu.!
Þetta er langferð og við tökum eitt skref í einu.
Grunnhugmyndir af samtali við reitt barn
Það fer þó eftir ástandi og aldri barnsins.
Aldur 4 ára og eldri. Hugmynd af samtali.
Við verðum stundum reið þegar einhver eða eitthvað fer öðruvísi en við vonuðumst til.
Það er allt í lagi að vera reið(ur). En það er erfið tilfinning.
Ertu reið(ur) núna?
Af hverju, getur þú sagt mér það?
Hvar finnur þú fyrir reiðinni þinni í líkamanum?
Það er hægt að gera ýmislegt til að eyða þessari tilfinningu.
Til dæmis eru til leikir og æfingar sem geta hjálpað okkur þegar við erum reið. Langar þig að skoða það?
Meira um reiðina
Reiðitilfinningin er aldrei ein og sér. Það eru alltaf undirliggjandi tilfinningar sem gefa henni kraftinn. ísjaki reiðinnar.
Þetta geta verið tilfinningar eins og:
Vonbrigði
Einhver líkamleg vanlíðan eða þreyta
Einmanaleiki
Hræðsla
Áhyggjur
Feimni
Óöryggi
Þér finnst þú upplifa að þú standir þig ekki nógu vel
Eitthvað fór úrskeiðis — skemmdist eða mistókst
Það getur líka valdið reiði að vera ekki tekinn með eða skilinn út undan eða ekki valinn í hóp.
Skilningur fullorðinna er mikilvægur:
Þetta er allt skiljanlegt en það er hægt að gera ýmislegt annað.
Heimurinn er ekki að farast þó við reiðumst!
Hugmynd að samtali:
Það er stundum gott að ræða við barnið um reiðina. Finna tíma þegar barnið er móttækilegt fyrir samtali. Til dæmis eftir reiðikast að fara aðeins yfir hvað barnið upplifði. Hvort það sé meðvitað um reiðina og hvort það vilji læra að stjórna reiðinni? Mikilvægt er að finna ástæðuna ef hún er barninu ljós eða hjálpa því að greina ástæðuna og hvernig það getur unnið að fyrirbyggja að það verði reitt. Eða að vinna úr henni svo hún verði ekki stjórnlaus.
Hugmynd af einföldu samtali:
Við verðum stundum reið. Þá líður okkur illa.
Veistu þegar þú ert – í reiðikasti!!!!!
Veistu af hverju þú verður reið(ur)?
Getur þú rannsakað hversu reið(ur) þú ert
Rannsókn á því hversu reið(ur ) ég er:
MERKI UM VARNARVIÐBRÖGÐ SEM SÝNA AÐ ÞÚ ERT REIÐ(UR)
Ég er svo brjáluð/brjálaður að ég gæti.: .
- – Smassað eitthvað… Í huganum
- – Ýlfrað eins og varúlfur…Prófaðu það!
- – Glímt við hákarl…Í huganum
- – Hvað dettur þér annað sniðugt í hug?…
Safnaðu saman sniðugum hugmyndum og notaðu þær þegar þú reiðist.
Finndu leiki sem þú vilt nota í að temja reiðina! Kíktu til dæmis á sprengivörnina!
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot