Leiðbeiningar og markmið:
Stundum er gagnlegt að fara í gegnum tilfinningar sem eru oft í einum graut í höfðinu á okkur eða eru eins og neikvæð síbylja allan daginn.
Við þurfum að hjálpa barninu að greina og skoða tilfinningar sem eru að trufla það.
Það er hægt að gera með hjálp tilfinningateikninganna (teikna myndir af alls konar andlitum sem sýna ólíkar tilfinningar.)
Útskýring á æfingunni
Gott er fyrir barnið að tala um tilfinningar og líðan sín við einhvern sem það treystir.
Það getur líka verið gagnlegt að teikna þær eða skrifa þær á blað.
Ath. Tíminn sem fer í að þessa vinnu skilar sér í bættri líðan og barnið verður fljótt fært um að vinna þetta sjálft.
Það sem þarf í ruslatunnuæfinguna.
Blöð, litir, lím og skæri.
Aðferð:
Teiknaðu útlínur af ruslatunnu og aðra sem er útlínur af gullkistu.
Teiknaðu þær tilfinningar sem þú þekkir og finnur fyrir.
Klipptu þær út og límdu annað hvort í ruslatunnuna eða í gullkistuna.
Ef þú teiknar tilfinningu sem þú vilt henda þá skaltu finna góða tilfinningu í staðinn sem þú litar fallega.
Töfrarnir felast í að skila góðri tilfinningu í staðin fyrir hverja þá tilfinningu sem á að henda!
Eins er gott ráð að leita að orðum/tilfinningum sem eru jákvæð og góð og uppbyggjandi sem vinna á móti neikvæðum orðum/tilfinningum.
Þau má skrifa þau á fallegt blað og safna saman og geyma í boxi
Þegar okkur líður illa getum við lesið þau yfir og fundið hvernig okkur fer að líða betur.
Fyrir eldri krakka er hægt að fara í dýpri vinnu:
Dæmi:
Segja frá:
T.d. Siggi sagði að ég væri leiðinleg. Nú líður mér illa. Ég er örugglega leiðinleg.
Þetta er EKKI Gagnlegt og ekki uppbyggjandi – Þessu má henda?
Betri afstaða:
Það getur verið að Sigga finnist ég leiðinleg. Það er allt í lagi.
Mér finnst ég ágæt. Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt.
Kannski var Siggi í vondu skapi.
Siggi er ágætur venjulega. Ég ætla að hitta hann á morgun og brosa til hans.
Ég er ágæt(ur). -> Geyma
Ég ætla að brosa -> Geyma
Mér líður betur núna. Vellíðan -> Geyma
ÓÞARFA tilfinningar geta verið!!!!!
Stjórnlaus reiði.
Af hverju varstu svona reið(ur)?
Hvað er hægt að gera?
Farðu til dæmis í Sprengivörnina (Sjá leik)
Fleiri tilfinningar sem geta verið óþarfar:
ÁHYGGJUR af áhyggjum.
Það er gott að skoða með pabba eða mömmu eða öðrum fullorðnum af hverju þú hefur áhyggjur. Stundum er hægt að ræða það þannig að óttinn hverfi með samtali.
Kvíði yfir einhverju.
Kvíði yfir einhverju ákveðnu.
Kvíði en þú veist ekki hverju?
Kannski er það bara ekkert sem þú þarft að kvíða eða hafa áhyggjur af? Það bara hverfur þegar þú talar um það.
Ef ekki, þá er gott að rifja upp alla þá sem þú getur leitað til og geta hjálpað? Hjálparhöndin eða Stuðningsfæturnir (sjá leiki)
EINELTI það er verkefni.
Hvernig upplifir þú það?
Eru það alltaf sömu krakkarnir?
Hvað segja þau?
Hvað gætir þú sagt á móti? Atferli og samskipti.
HRÆÐSLA! Við hvað?
Það getur verið skemmtilegt að rannsaka við hvað þú ert hrædd/ur við?
Er skrímsli undir rúminu þínu?
Segðu: HÆ! og athugaðu hvort það svari?
Ert hrædd(ur) við köngulær, orma, …?
Teiknaðu köngulær (eða það sem þú hræðist) í öllum litum.
Kanntu ljóð um það sem þú ert hrædd(ur) við.
Könguló, könguló vísaðu mér á berjamó…
EINSEMD
Betri er einn en ekki neinn. Þú getur gert margt skemmtilegt þó þú sért ein/n.
Það er stundum fínt að vera bara í friði. Þá er tækifæri að gera ýmislegt skemmtilegt. Sjá skapandi vinna.
TRYLLINGUR
Er oftast kjánalegur.
Skoðaðu af hverju þú tryllist. Ef þú ert að springa en vilt það ekki þá getur þú notað: Sprengivörnina eða flæði af tryllingi (sjá leiki)
Skoðaðu líka æfinguna sem er að safna góðum tilfinningum.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot