Leiðbeiningar og markmið:
Hér er enn verið að þjálfa barnið að skilgreina reiði/pirrning sem það upplifir og hjálpa því að vinna úr.
Þegar barnið hefur skilið (komið í undirvitundina) að það er mikilvægt að leyfa reiðinni EKKI að malla og aukast svo hún fari úr böndunum.
Með þessari æfingu verður barnið enn meðvitaðra þegar það hefur skilgreint reiðina sína og hverju hún tengist.
Þá er líka mikilvægt að hafa einfaldan farveg til að beina henni.
Útskýring á æfingunni
Það er mikilvægt að þegar barnið finnur fyrir reiði að beita æfingunum til að ná að stjórna reiðinni.
Þá líður því kannski betur.
Gott er að skoða hvernig reiðin getur verið mismunandi við mismunandi aðstæður.
Sumir krakkar skynja reiðina í mismunandi litum.
Þá er hægt að fara dýpra í hverja tilfinningu.
En mikilvægast er að barnið nái að tjá sig.
Með tjáningunni losnar oft um höft eða undirliggjandi tilfinningar sem barnið hefur kannski ekki áttað sig á. (Sjá ísjaki reiðinnar)
Hugmynd af samtali
HVERNIG LÍTUR HEIMURINN ÚT ÞEGAR ÞÚ ERT REIÐ(UR)?
Stundum verðum við reið. Allir geta orðið reiðir.
Hvað sérðu þegar þú ert reið(ur)?
Hvernig litur finnst þér vera á stjórnlausri reiði?
Hvað er það sem gerir þið reiða(n) þannig að þér finnst þú vera að missa stjórnina, verða stjórnlaus?
Hvaða lit viltu velja sem sýnir að þú / eða einhver er stjórnlaus ?
Hvað getur gerst?
Þú veist að:
Það er ekki í lagi að meiða eða skemma.
En það er hægt að gera ýmislegt annað.
Hvernig litur finnst þér vera á þér /öðrum sem upplifir trylling?
Hvernig litur finnst vera á þér öðrum sem upplifa reiði?
Hvernig litur finnst þér vera á þér/öðrum sem upplifa pirring?
Hvernig litur finnst þér vera á þér/öðrum sem upplifa hræðslu?
Hvernig litur finnst þér vera á þér/öðrum sem upplifa skömm?
Hvernig litur finnst þér vera á þér/öðrum sem upplifa samviskubit?
Gott er að enda síðustu línuna með:
Hvernig litur finnst þér vera á þér/öðrum sem upplifa hamingju og gleði?
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot