Lífið er frábært!
Leiðbeiningar og markmið:
Við getum gert ýmislegt til að gera lífið betra eða frábært.
Það gerum við með að einbeita okkur að hugtökum og vinna með jákvæðar staðhæfingar sem kveikja á gleði og hamingju.
Með að kalla fram jákvæðar staðhæfingar sökkva áhrif þeirra inní börnin og heili getur ofið jákvæðan heilavef með þessu einföldu skemmtilegu verkefnum.
Áhrifin sitja eftir út daginn.
Áhrifin vinnur með þeim til framtíðar, því oftar sem æfingin er iðkuð.
Börnin læra að sækja í þessa líðan þegar þau vilja létta lundina.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Verkefnið er að skrifa lita og teikna setninguna Lífið er frábært
ATH. Ef barnið er í aðstæðum þar sem lífið er erfitt þá er ekki góður tími að fara í þessa æfingu heldur bíða hentugri tíma.
- Það sem þarf eru blöð og litir.
Samtalið felst í að ræða af hverju er lífið sé frábært?
Finna skemmtilegar uppbyggjandi setningar sem lífga upp hversdaginn.
Við getum velt fyrir okkur hvað það sé sem gerir lífið frábært?
Kannski eru það fyrst og fremst litlu hlutirnir sem við gleymum stundum en okkur finnst vera sjálfsagðir.
Eins og hreint vatn, matur, skóli, fjölskyldan, vinir, leikföng.
Fegurðin í náttúrunni: blóminn, himininn, fuglarnir…
Þetta er einfalt öflugt verkefni sem getur hjálpað í leiðindum, án þess að hafa þær tilfinningar í forgrunni.
Ath:
Oft eru börnin ekki tilbúin að vinna með gleðitilfinningar áður en þau eru búin að samþykkja hinar tilfinningarnar sem geta brotist um í þeim.
En það má prófa að útskýra fyrir þeim að okkur geti liðið alla vega og við megum leyfa okkur að horfa á lífið með björtum augum þó við séum leið, sorgmædd eða finnum fyrir erfiðum tilfinningum.
Því lífið er frábært þrátt fyrir það!
Þessi litla einfalda æfing getur hjálpað börnunum og okkur öllum, að breyta líðaninni til batnaðar.
Hún getur breyst með að lita þessa setningu, skrifa en umfram allt að tala um hana.
Það er svo margt frábært í lífinu.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot