Hamingju þjálfun

kids painting rainbow
Fræðsla Og Markmið:

Rannsóknir sýna að hamingjan er mikilvægur eiginleiki sem hefur bein áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði. Hamingjusamir einstaklingar eru mun líklegri til að tileinka sér jákvæða eiginleika og njóta lífsins. Þeir eru einnig sterkari að mæta alls konar mótlæti í lífinu. Hamingjuna þarf að rækta eins og blóm.

Það er hægt að hjálpa barninu að þjálfa hamingjuna á skemmtilegan hátt með leik og æfingum. Þessar æfingar bæði fyrirbyggjandi fyrir andlega vanlíðan en einnig eru þær góð viðbót við aðra þjálfun. Einnig geta þær verið stuðningur í annarri meðferð þar sem allar æfingarnar eru settar fram í leik, þannig að barnið er ekki meðvitað um hver tilgangur eða áhrif æfinganna eru. Annað en að hafa gaman.

Með reglulegri meðvitaðri þjálfun á hamingjuhæfni eykur barnið þessa eftirsóttu eiginleika. Með marvissum æfingum styrkist og þykkist heilavefurinn á þann hátt að stuðla að auknum lífsgæðum til framtíðar.

Það er oft talað um að neikvæðar hugsanir límist við okkur eins og franskur rennilás á meðan þær jákvæðu renna burt frá okkur eins og af tefloni. Því er mikilvægt að styrkja meðvitundina um hugsanir sínar og tilfinningar. Æfingarnar sem ég eru taka á mörgum tilfinningum sem barn þarf að klást við í æskunni. Eins eru leikir sem hafa það markmið að kveikja ekki bara á gleðinni heldur viðhalda hæfninni til framtíðar þegar tileinkunin hefur átt sér stað. Þetta er eins og að hjóla, einu sinni þegar þú ert búinn að læra að hjóla þá rifjast það upp þegar á þarf að halda þó mörg ár líði á milli hjólaæfinga.

Æfingannar gætu komið á óvart hve einfaldar þær eru en áhrif þeirra geta verið áþreifanleg. Eins gæti komið á óvart þá að við tökum á öllum tilfinningum og líðan þá getur það verið gefandi og gaman. Mikilvægur grunnur að þjálfuninni er samtal fullorðinna, til að barnið skilji hugtökin (eða tilgang verkefnisins sem það er að vinna með) þegar þess þarf og tileinka sér að þjálfa.

Tækin Sem Við Notum Er

Samtalið sem skapar hughrif og þjálfar huga og sköpun barnsins. Við virkjum skapandi huga, Við notum föndur og liti til að túlka tilfinningarnar sem barnið er að uppgötva og skilgreina með sjálfu sér. Eitthvað sem gera orð óþörf.

Við notum Allt litrof lífsins. Fjölbreyttar líkamlegar-, tilfinningalegar-, huglegar- og andlegar æfingar.

Ganglegt Að Vita

Eitt það mikilvægasta í eigin vellíðan og þjálfun hamingjunnar er að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum og virða þær og meta. Það sem er enn mikilvægara að læra að stjórna þeim í stað þess að þær stjórni okkur.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot