Leiðbeiningar og markmið:
Í þessari æfingu er barninu hjálpað að stjórna útrás.
Reiðitilfinning er leyfileg en hér geta þau þau lært að stjórna henni með einbeita sér að öðru.
Það sem þarf:
Vel yddaðan blýant og blöð. (T.d. gömul dagblöð eða tímarit sem á að henda)
Tilgangur verkefnisins er að barnið læri að stjórna reiðinni og beina henni í öruggan farveg með að einbeita sér.
Það gerir það með því að beina reiðinni í að krassa á blað með vel ydduðum blýanti en passa að fara ekki í gegnum blaðið þegar það er að krassa.
Í þessari æfingu er þjálfuð sjálfstjórn huga og handa.
Með því að hjálpa barninu að færa athyglina frá því að slá, berja, öskra, stríða eða rjúka upp eða út á dramatískan hátt, fá þau einfalt en áhrifaríkt verkfæri sem þau geta lært til að stjórna reiðinni/pirringnum/stjórnleysinu.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Ég sé að þú ert reið(ur)/stjórnlaus.
Nú skulum við róa okkur aðeins.
Drögum djúpt inn andann.
Þú ert orðin það klár að þú ættir að geta prófað svolítið erfiða æfingu til að stjórna reiðinni.
Athugaðu hvort þér líði betur á eftir.
Finnum blað og yddum blýantinn þinn þannig að hann verði mjög oddhvass.
Prófaðu að:
Krassa á blaðið án þess að fara í gegnum það.
Vandaðu þig, ef þú ferð í gegnum blaðið þá er það allt í lagi.
Náðu í annað blað yddaðu blýantinn þinn aftur og
prófaðu bara! Fylgstu með hvernig þér líður eftir æfinguna.
Skoðaðu hvað þú ferð í gegnum mörg blöð áður en þú getur stjórnað blýantinum.
Gott er að nota notuð blöð, erfiðust eru dagblöð sem þú getur verið búin að klippa niður og getur sótt þegar þú vilt.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot