Hamingju þjálfun

kids, students, back to school

Leiðbeiningar og markmið:

Barnið getur upplifað pirring sem það kann ekki að losa sig við. Stálpaðri börn geta nýtt þessa æfingu bæði til að læra að skilgreina líðan sína og finna henni farveg. Þetta er gamalt ráð sem hér er sett í myndrænt form.

Hugmynd a samtali útskýringar á æfingunni

Með að tala við barnið hvað sé að pirra það þannig að það nái að skilja af hverju því líði illa, hjálpar því að skilja að það getur gert ýmislegt í að bæta eigin líðan. Það getur  verið eitthvað lítils háttar sem pirrar þau, að okkar mati en þau upplifa það kannski sem ,,erfiða‘‘ tilfinningu. En þá er einmitt gott tækifæri að prófa þessa tækni. Það sem getur pirrað er t.d. að

 

child, kid, play
Photo by picjumbo_com on Pixabay

Mikilvægt er að:

  1. Tala um það sem gerir það pirrað.
  2. Ná í söguna á bak við. Og athuga  hvort hægt sé að sjá hlutinn eða atburðinn frá öðru sjónarhorni.  

Svo er hægt að: Nýta pödduberana.
Það sem þarf. Blað og litir.
Teiknaður alls konar pöddur á blað og litaðu. Pöddur geta verið pirrandi.  Veldu eina t.d.  GRR ég get ekki burðast með það þegar…hann/ hún stríddi mér….. þá var ég pirruð/pirraður ég set þennan pirring á þessa pöddu.
Skrifaðu/teiknaðu allt sem getur truflað þig og teiknaðu pöddur og skrifaðu á þær það sem truflar þig og sjáðu þær hverfa í skóginn eða út í náttúruna og þetta truflar þig aldrei aftur.
Því pöddurnar éta öll leiðindin.