Kynning á Halló hamingja

Á síðasta starfsári samþykkti stjórn verkefnasjóðs umdæmisins Rótarý á Íslandi, styrkveitingar vegna verkefna klúbba á árinu. Í nefndinni sátu Knútur Óskarsson, formaður, Esther Guðmundsdóttir ritari, Garðar Eiríksson og Jón Einarsson.

Tilgangur Verkefnasjóðs Rótarý á Íslandi er að styðja við rótarýklúbba í umdæminu sem ráðast í verkefni í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna sem falla undir hinar 6 megin áherslur Rotary International.

Á árinu fékk Verkefnasjóðurinn til umráða kr. 4.000.000 en heildarupphæð úthlutaðra styrkja nemur kr. 3.650.000.

Verkefnið Halló hamingja – Leikur lífsins fékk Kr. 600.000.-. Lýðheilsusetrið Ljósbrot styrkti verkefnið um 3.000.000. Halló Hamingja er framlag Rótarýklúbbs Rvík-Grafarvogs og hugsað sem áhrifarík, skemmtileg verkfæri sem foreldrar, forráðafólk og fagfólk geta nýtt sér með börnum sínum.

Verkefnin og leikirnir hafa verið kynntir fyrir fagfólk í skólum og þeim sem vinna með börnum. Með þessari nýju vefsíðu verða þeir aðgengilegir öllum.

Elísabet Gísladóttir, (eigandi og stofnandi) Lýðheilsusetursins Ljósbrots, hefur byggt upp verkefnið og safnað saman leikjum eða umbreytt ritrýndum fræðum sem fjalla um vellíðan og forvörn í geðheilbrigði, í einfalda, skemmtilega og áhrifaríka leiki og verkefni. Marga leikina þekkir fólk úr starfi sínu með börnum og ungmennum.

Ég vil þakka Rótarýumdæminu fyrir að samþykkja þetta verkefni og gera kleift að koma þessu verkefni til þeirra sem þess óska. Eins vil ég þakka félögum í Rótarýklúbbi Reykjavík-Grafarvogur að velja þetta verkefni í báráttu við vanlíðan barna og ungmenna. Ég vil þakka öllum öðrum sem komu að því að gera þetta mögulegt, þá vil ég þakka Anítu Bjartmarsdóttur teiknaranum sem með litríku teikningum sínum glæðir verkefnið lífi. Eins vil ég þakka vefhönnuðum Gunnari Helgasyni og Kassöndru Líf Freysdóttur fyrir vel útfærða og glaðlega vefsíðu. Síðast en ekki síst viljum við þakka Vigdísi Fjólu Stefánsdóttur félaga í Rótarýklúbb Rvk- Grafarvogi fyrir prófakalestur og góðar ábendingar og fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina á meðan á verkefninu stóð. Elísabet Gísladóttir, Lýðheilsusetrinu Ljósbrot og félagi í Rótarýklubbi Rvk-Grafarvogi.

Á umdæmisþingi Rótarý Íslands 18. 19. ágúst verður þessi vefsíða opnuð fyrir alla.
Njótið með að læra og leika með börnunum. Munið að það er aldrei of seint að vekja upp barnið innra með sér og leika með börnunum okkar. Það er leikur lífsins leiðin að hamingjunni.
Elísabet Gísladóttir

Related Posts