10 áhrifaríkar reiðistjórnunaræfingar
Svolítið fyndið en það virkar
- Trommaðu rosalega hratt með blýanti!
Finndu blýant og trommaðu á borðið þitt, eða gólfið, eins og þú værir að tromma á trommu.
Fylgstu með þegar þú trommar.
Mannstu eftir lagi sem þú gætir trommað og jafnvel sungið með?
Finnfu út að það eru til margir taktar sem þú getur æft.
Kannski ertu góð(ur) trommari?
- 2. Syngdu undir háværri tónlist
Ef þú stillir tækið hátt, (heyrnartól) þá getur verið gaman að syngja. Þú getur einmitt valið lög sem þú ert búin að læra og sungið af hjartans list. Hátt og vel.
- 3. 50 stjörnu hopp
Þetta er hægt að gera hvar sem er. Í stjörnuhoppið þarftu bara þig.
Þú byrjar að hoppa með að stökkva upp í loft og baða höndum og fótum út.
Þetta getur verið flókið til að byrja með. En æfingin skapar meistarann.
Fáðu mömmu eða pabba að prófa
- 4. Dansaðu brjálaðan dans
Það er ekkert eins skemmtilegt og að dansa skrítinn dans. Það þarf ekki neinn að sjá þig.
Þú lokar bara hurðinni og dregur fyrir.
Þú getur sett á tónlist, (heyrnartól) og svo dasarðu eins og þig listir. Hristir, og skekur, og lyftir og hoppar.
Þetta er stuð.
- 5. Öskraðu inn í skáp
Þegar þú ert í virkilega vondu skapi og langar ekkert að gera, þá er alltaf hægt að öskra inní fataskápinn.
Opnaðu skápinn og finndu föt sem þú getur öskrað í eins hátt og lengi og þú getur.
Finndu þegar þú ert búin(n) þá finnur þú að þér léttir. Og getur farið að skoða af hverju þú varðst svona reið(ur).
- 6. Teiknaðu hratt í stílabók
Að teikna hratt í stílabók eða bók sem þú ert hætt(ur) að nota.
Hafðu þessa bók á góðum stað svo þú getir alltaf náð í hana þegar þú þarft.
Þú getur bæði krassað og teiknað rosalega hratt.
Passaðu að fara ekki í gegnum blaðið. Ef það gerist þá ertu að krassa of fast.
Veltu fyrir þér hvað þú ert að hugsa þegar þú ert að krassa í bókina?
Ef það er eitthvað sem þér finnst erfitt þá skaltu tala við einhvern sem þú treystir og segja frá. Það er alltaf gott að tala um það sem okkur finnst erfitt.
- 7. Hlauptu í 1, 3, 5 eða 10 mínútur eftir því hvernig þér líður
Það er ekkert eins gott og að fara út og hlaupa í nokkrar mínútur þegar við erum í vondu skapi eða þegar við erum reið.
Ef við komumst ekki út þá getum við hlaupið á staðnum.
Hlauptu eins hratt og þú getur.
Þú getur tekið tímann og skoðað hvað þú hleypur marga hringi, eða hversu langt þú hleypur. Það gæti verið að þú bætir árangur þinn?
- 8. Skrifaðu niður af hverju þú ert reið(ur)
Þegar við erum reið þá er það vegna einhvers.
Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því en stundum verðum við reið vegna ákveðins atburðar.
Þá er gott að skrifa niður á blað af hverju við erum reið.
Með að skrifa það niður ertu búin að færa hugsunina frá huganum og niður á blaðið
Það geta verið ótal hlutir sem geta gert okkur reið.
Oft eru það sömu hlutirnir.
Okkur gengur ekki vel í skólanum.
Vinir okkar eru að skilja okkur út undan.
Einhver var að stríða okkur.
Yngri systkini voru að skemma eða fikta í dótinu okkar.
Það er erfitt ástand á heimilinu.
- 9. Kýldu púða
Það meiðir engan að kýla í púða.
Með að kýla í púða notar þú orkuna sem hefur hlaðist upp inní þér.
Þú getur kýlt út í loftið, þar til þér líður betur. Passaðu bara að meiða þig ekki.
Það er líka gott að passa að púðinn springi ekki.
10. Teldu uppá 1000
Það er einföld æfing að byrja á að anda djúpt og telja.
Þú ákveður hversu reið(ur) þú ert hvað þú þarft að telja mikið.
Ef þú ruglast þá þarftu að byrja uppá nýtt.
Detta þér fleiri æfingar í hug?