Þjálfun kærleikssköpunar
Vinalegar óskir um húsið með kærleikann að leiðarljósi
Leiðbeiningar og markmið:
Þessi æfing er ætluð eldri börnum eða þeim sem ná þeim skilningi á að færa hugsun frá sér og yfir á annað eða aðra.
Ath. Kærleiksþjálfun er ein öflugasta þjálfun á hæfileikum sem við þekkjum. Enda grundvöllur alls.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Skemmtilegt samtal getur átt sér stað um: Með hugsun getur þú skapað.
Þú hugsar upp eitthvað fallegt skrifar niður og hengir um húsið sem góða kveðju, blessun eða bæn.
Þegar farið er um húsið, þá gleðja þessir litlu miðar og um leið minna þeir barnið á að það skapaði þessa gleði.
Fyrst er gott að tala um það sem er gott og jákvætt.
Búðu til krúttlegar fallegar hugmyndir sem minna þig á gleðina, vinaleg og dásamleg skilaboð til þín og þeirra sem finna miðana og lesa þá.
Skrifaðu á blað og geymdu áður en þú límir upp eða felur, t.d. í sokkaskúffuni hans pabba.
Það getur komið skemmtilega á óvart.
Önnur hugmynd er að lauma bréfi á bak við mjólkurfernuna í ísskápnum.
Þú getur fylgst með þegar fjölskyldan uppgötvar miðana þína og les það sem stendur á þeim.
Veltu fyrir þér:
Hvernig heldur þú að þeim líði þegar þau lesa miðana sem þú hefur skrifað með kærleika?
Þú gætir líka skrifað eitthvað fallegt og laumað í skólatösku vinar /vinkonu.
Fylgst svo með hvort hún/hann finni miðann.
Kannski talar hann/hún um það daginn eftir.
Þá getur þú sagt að þú hafir sett það í töskuna.
En við skrifum bara eitthvað fallegt því það gleður aðra og okkur.
Hvernig heldur þú að þér líði þegar þú stingur uppá einhverju sem þú veist að gleður aðra?
Taktu það með þér inn í daginn eða nóttina.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot