Ég elska hamingjuna

Besta tilfinning í heimi !

Leiðbeiningar og markmið:

Hamingjan er sú tilfinning sem allir sækjast eftir en átta sig kannski ekki á að það þarf að hlúa að henni.

Mikilvægt er að við séum meðvituð um að vera þakklát og elska það sem við höfum, nú þegar.

Mismunandi hlutir gera mismunandi fólk hamingjusamt.

Í þessari æfingu ætlum við að velta fyrir okkur:

Hvað gerir barnið hamingjusamt?

Við getum líka stuðlað að því að minna okkur á það sem gleður okkur.

Hér er æfing í því.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:

Það sem þarf eru skriffæri.

Hefur þú hugsað hvað það er sem þér finnst skemmtilegast og best (í lífinu)?

Eigum við að leika með það?

Við skrifum niður allt það sem kemur upp í hugann og búum til lista. 

Helst langan.

Svo skoðum við hann betur og förum betur ofan í hvert atriði sem er á listanum.

Síðan er hægt að skipuleggja tímann þannig að auka það sem gleður okkur og gefur okkur hamingju.

Á listanum gæti staðið:

Það sem gleður mig og gerir mig hamingjusama(n) er:

Vinir mínir

Tónlist (hvaða tónlist)

Skólinn (það sem er skemmtilegast er að:)

Hjálpa öðrum

Sólskinið – hvað er hægt að gera úti í sólskini sem er skemmtilegt?

Fjölskylda mín

Bíómyndir hverjar eru uppáhalds bíómyndirnar mínar?

Íþróttir hvaða?

Kúra, kósí stund. Hvað er best við kósí stund?

Ís  Hvernig ís finnst mér bestur og hvað set ég á hann?

Dýrin mín

Hlusta á rigninguna rokið horfa á snjókornin…..

Dansa hvernig dans?

Vera góð við aðra

Brosa

Synda

Vaða

Ferðast. Hvað er gaman við það?

Hjálpa til heima, búa um rúmið mitt, taka til í herberginu mínu

Elda, hvaða matur finnst mér bestur?

Það er hægt að bæta endalaust á listann og geyma hann.

Svo er hægt að búa til nýja lista og bera saman hvort hann hafi breyst yfir ákveðið tímabil.

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot