Við erum öll ólík
Þú ert einstök/ einstakur
Leiðbeiningar og markmið:
Hér er æfing sem er svipuð og æfingin um að vera góð(ur) vinur/vinkona.
Þessi æfing styrkir barnið enn frekar með að fara aðeins dýpra með að snúa hugsuninni meira innávið.
Hér förum við að skoða hvað séu góðir eiginleikar og hverjir eru það ekki.
Það er gert með að leiðbeina barninu að hafa þá neikvæðu í lágmarki en beina huga barnsins að jákvæðum eiginleikum.
Þegar verið er að tala um jákvæða eiginleika er gott að hjálpa barninu að skilja hvað séu jákvæðir eiginleikar.
Hjálpa þeim með hugmyndina og finna fyrir þeim eða samsama sig með henni.
Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:
Gerir barnið sér grein fyrir hvað eru góðir og slæmir eiginleikar í eigin fari?
Hægt er að stinga upp á við barnið að hugsa um hvaða jákvæðum eiginleikum það býr yfir.
Og tala saman um það.
Einnig er gott að benda því á þá eiginleika sem það hefur en gerir sér kannski ekki grein fyrir.
Gott er að fara yfir með barninu hvað séu góðir eiginleikar og hvað séu slæmir eiginleikar.
Eins er hægt að ræða hvaða afleiðingar góðir og slæmir eiginleika hafa.
Spurning:
Veistu að þú ert einstök/einstakur !?
Hvað heldur þú að geri þig einstaka(n)?
Gerðu lista yfir þína góðu eiginleika:
Hugmyndir sem má styðjast við:
- Góður vinur
- Skemmtilegur
- Opin
- Trú(r)
- Áhugaverður
- Flót(ur) að hlaupa
- Góð(ur) í íþróttum (hvaða?)
- Áreiðanleg(ur)
- Lífleg(ur)
- Þolinmóð(ur)
- Vinaleg(ur)
- Klár
- Heiðarleg(ur)
- Sterk(ur) Hjálpleg(ur)
- Dugleg(ur) að læra, hjálpa til, leika, skapa, í skólanum
- Góð(ur) við dýr /systkini mín/ vini mína/ skólafélaga mína/ vini mína í tómstundum
- Dugleg(ur) að hjálpa til heima
Þetta eru bara hugmyndir, ekki tæmandi listi.
Eins er hægt að tala um hvað séu neikvæðir eiginleikar.
Skrökva -skilja út undan – meiða- særa – baktala – vera óheiðarleg(ur)- stela – vera latur/löt……
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrid Ljósbrot