Leiðbeiningar og markmið:
Tjáning með líkamlegum leik.
Þetta er bráðskemmtilegur leikur.
Þrjá eða fleiri þarf til að leika þennan leik.
Velja þarf einn leikstjórnanda (svo er hægt að skiftast á)
Hugmynd að samtali útskýringar á æfingunni
Í pottinum þarf að vera búið að safna myndum af dýrum sem settar eru í poka/kassa.
Dregin er úr pokanum ein mynd, t.d. af dýri.
Sá sem er hann, dregur en má ekki sýna hinum myndina. Sá sem er hann þarf að leika það sem er á myndinni, (skrifað) án þess að segja neitt og hinir þurfa að geta uppá hvað er verið að leika.
Það má ekki nota hljóð!
Sá sem getur rétt fær stig.
Þarna er reynt að hlæja ekki.
Stundum er kappið svo mikið að hláturinn gleymist.
En stundum eru tilþrifin með ólíkindum og þá er stutt í hláturinn.
Það er hið besta mál.
Hugmynd að myndum sem safna og eiga.
Naggrís, hval, svíni, sel, fugli, fíl, hundi, stjórnanda sinfóníu, veiðimanni, flugfreyju, skipi, flugvél traktor…
ATH: Önnur útfærsla ef það eru fleiri þátttakendur, er að leikstjórnandinn velji mynd af dýri /hlut/ atvinnugrein, í símanum og sýni þeim sem er hann hvað hann á að leika.
Öll athygli er virk ásamt sköpun og gleði.
Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot