Sjálfstyrking Góður vinur/vinkona

Leiðbeiningar og markmið:

Allir vilja eiga vin(i) og vera með í hópnum.

Félagsþroski felst í að máta sig í hóp og skoða hvernig barnið rekst í hóp og vilt vera í hóp.
Mikilvægt er að barnið átti sig á að það getur gert ýmislegt til að vera eftirsótt(ur) eða góð(ur) vinur/vinkona.
Fyrst og fremst þarf barnið að skilja hvað í því fellst að vera vinur.
Strax í leikskóla eru börn farin að máta sig inní félagahópinn.
Sum kjósa þó að vera ein eða velja einn vin/vinkonu.

Með verkefnunum er verið að skerpa hugsun barnsins með að líta inná við.

Oft horfum við fram hjá eigin eiginleikum eða horfum of galla annarra. 

Þetta eru góðar æfingar til að hjálpa barninu að skoða sig í aðstæðum, efla meðvitund sína um eigin ágæti til að efla sjálfstraust til að efla vinsemd í eigin garð og annara til að eignast nýja vini. 

Ath Gott er að ræða þetta á rólegum nótum með barninu til að hjálpa því að skilja betur hvað sé að vera góður vinur/vinkona.

Hugmynd af samtali:

Segðu mér:

Hvað finnst þér vera góður vinur eða vinkona?

Hvernig eru góðir vinir?
Hvað gera góðir vinir?

Veltu fyrir þér og skrifaðu eða teiknaðu, hvað er góður vinur?

Minntu þig á að þú ert vinur/vinkona af því að…

Minntu sjálfan þig á, 

Af hverju þú ert vinur..

Hvað gerir þú sem vinur?

Kannski ertu skemmtileg(ur) klár, og góð(ur) vinur /vinkona?

Elísabet Gísladóttir