Gott fyrir svefninn Listi yfir allt sem er svo dásamlegt

Good night

Leiðbeiningar og markm

Þessi æfing er hentug þegar koma á barninu í ró fyrir svefninn.

Hér er hugmyndin að barnið fylli hugan að jákvæðum hugmyndum sem hefur áhrif á líðan þess fyrir svefninn.

Eftir að búið er að þvo sér og bursta tennurnar  og heyra hvað dagurinn bar í skauti sér og hvernig barninu líður eftir daginn.

Andlegt jafnvægi fyrir svefn stuðlar að góðum nærandi svefni. 

Þetta er æfing í að beina athyglinni að jákvæðum uppbyggjandi hugsunum.

Með að þjálfa jákvæða hugsun fyrir svefninn stuðlar það að góðum og nærandi svefni sem veitir öryggi og frið.

Eins er þetta meðvituð þjálfun í að taka eftir neikvæðum hugsunum og geyma þær til morguns 

Það er hægt:

Annað hvort að gefa sér tíma til að ræða erfiða hluti sem gerðust yfir daginn og koma þeim í góðan farveg.

Eða geyma þá umræðu til morguns og  hugsa bara um góða hluti á þessum tíma fyrir svefn.

Þessa þjálfun taka börnin með sé áfram í framtíðina og geta nýtt sér þegar á þau þurfa á að halda í daglegu lífi.

Munum að góður nætursvefn stuðlar að góðri líðan næsta dag og okkur gengur betur í lífinu.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni
Mismunandi útfærslur eftir aldri.

Hugsaðu um það sem er fallegt og gott.

Slæm hugsun er bönnuð fyrir svefninn.

Ef það gerist skaltu upphugsa allt það fallega sem þú manst eftir.

Börn sem eru ekki komin á skólaaldur þarf að hjálpa að finna það sem fá þau til að brosa eða finnst gaman að gera eða hugsa um.

Börn sem kunna að skrifa:

Skrifaðu tíu orð niður á blað sem fá þig til að brosa.

Það má svo tala um það sem er á listanum þannig að barnið kalli fram myndirnar og áhrif þeirra.

Það má geyma listann bæta við hann eða búa til nýjan næsta kvöld.

Á þessum listum hafa börn stungið uppá það sem kemur þeim til að brosa: Ís, fótbolti, gönguferð á ströndinni, pulsa, kósí-tími, regnbogi, fótboltaleikur, falleg blóm, sund

Elísabet Gísladóttir